fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Elín Kára – „Allur óþarfi úr baðherbergisskápnum“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur 6 – tiltekt

Baðherbergisskápurinn. Hjá einhverjum gæti verkefni dagsins tekið meiri tíma en verkefnin hingað til. Það vill oft verða að baðherbergisskáparnir og skúffur fá að mæta afgangi í tiltektum. Þess vegna er verkefni dagsins baðherbergisskápurinn.

Ef þú sinntir verkefni gærdagsins, þá ertu búin að henda ruslinu inn á baði og þar með er tiltektin hafin að einhverju leiti.

Verkefni dagsins

Vertu með ruslafötu við höndina og svo geymslubox.

Farðu í gegnum alla skápa og skúffur inn á baði. Hentu því sem er útrunnið eða því sem þú getur ekki hugsað þér að nota næsta mánuðinn. Settu það sem þú vilt eiga en ert ekki að nota dagsdaglega í geymsluboxið (eða körfu).

  • Ertu með fullt af lyfjum sem eru útrunnin? Settu þau í sér poka og skilaðu þeim í næsta apótek til förgunar. EKKI HENDA ÞEIM Í ALMENNT RUSL.
  • Ertu með fullt af sápum og kremum sem eru útrunnin?
  • Eru einhver naglalökk, raksápur eða tannkrem sem eru útrunnin?
  • Er eitthvað í skápunum sem þú vissir ekki að væri þarna og þú veist ekkert hvernig á að nota?

Þessar spurningar gætu aðstoðað þig við að henda út öllum óþarfa úr baðherbergisskápunum.

Eftir verkefni dagsins ættir þú að hafa það sem þú notar oftast fremst í skápunum. Það sem þú vilt eiga og notar annað slagið – það er í boxi eða körfu innar í skápunum.

Deildu mynd inn á Instagram undir #sjödagatiltekt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“