fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Drukknir Íslendingar fá sér flúr – „Fengum þá snilldarhugmynd að láta skella á okkur bleki, verandi hálf blekaðar“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimasíðu Black Kross tattoo má sjá skemmtilega grein sem Ragga Hólm skrifaði um Íslendinga sem fengu sér flúr á djamminu.

„Ég opnaði umræðuþráð á Facebook-síðu Tattoo á Íslandi til að athuga hvort fólk myndi senda mér reynslusögur í einkaskilaboðum og ræða aðeins djamm flúrin sem þau væru með,“ skrifar Ragga, sem birtir myndir og sögur nokkurra einstaklinga.

Þegar einstaklingur labbar inn á tattoo stofu er hann að fara þar inn til þess að taka rökrétta, skynsama út pælda ákvörðun sem kemur til þess að fylgja einstaklingnum alla ævi eða allavegana í flestum tilfellum.

En það gilda ekki sömu reglur þegar maður fær sér flúr á djamminu. Alls ekki. Djamm flúr er fyrirbæri sem er mjög góð hugmynd í mómentinu, í flestum tilfellum er þetta skyndiákvörðun því jú, drykkju getur fylgt mikil hvatvísi. Stundum virka djammflúr fullkomlega en fyrir suma er þetta versta þynnka lífsins.

Okey ég kynni til leiks Óskar Daða. Óskar Daði sendi mér þessar myndir og sagði mér að flúrin hefðu flest verið gerð á sveittum landadjömmum. „Hættu þessu rugli“ flúri skartar hann ekki einn, en vinkona hans er með sama flúr og vissulega, fengu það á djamminu.

Björgvin Birgisson, þessi drengur skartar þeim ófáum.  „Þetta er allt sama sagan, nokkrir félagar heima að tjilla, einn þeirra á tattoo vél og alltaf jafn góð hugmynd að fá sér tattoo drukkinn,“ segir Björgvin, sem bætir því þó við að hann sjái ekki eftir þessu.

Sigurrós deildi með mér smá sögu, „við vinkonur fengum þá snilldar hugmynd að láta skella á okkur bleki, verandi hálf blekaðar, hjá mótorhjólaklúbbi. Ég fékk mér útlínur af krossi á herðarblaðið og hún rós á sama stað og höfrung á upphandlegg. Útlínurnar hjá mér voru mökk illa gerðar og þetta var svo fokk vont að ég lagði ekki í að láta laga þetta fyrr en nokkrum árum seinna og svo aftur… ég er búin að taka 4 tattoo session, 3 af þeim bara þessi andskotans kross og viðbætur!“

Bjarni Þór á nóg til, „öll þessi flúr hafa verið gerð í annaðhvort fyrirpartý eða eftirpartý þegar maður er búinn með aðeins of marga og manni finnst alltaf jafn sniðugt að fá sér flúr.“

Fleiri flúr má skoða á heimasíðu Black Kross Tattoo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram