Þegar Trump heimsótti síðan bæinn Paradise, sem er nánast horfinn af yfirborðinu eftir eldana, bætti hann við þessu ummæli sín og sagði:
„Lausnina er að finna í Finnlandi. Sjáið hvernig þeir passa upp á skógarbotninn.“
Á fréttamannafundi síðar um daginn og síðan í viðtali við Fox News útskýrði hann þetta betur:
„Ég var með forseta Finnlands. Finnar eru skógarþjóð, eins og hann sagði, og þeir glíma við óveruleg vandamál vegna skógarelda. Þeir leggja mikla vinnu í að raka sama laufi og illgresi.“
Sagði hann. Þegar fréttamaður Fox News spurði hann hvort loftslagsbreytingarnar ættu engan hlut að máli sagði Trump að þær ættu kannski smávegis hlut í hamförunum.
Finnska dagblaðið Ilta-Sanomat fjallaði um málið og spurði forseta Finnlands, Sauli Niinistö, hvað hann hefði kennt Trump um skógrækt en þeir hittust nýverið í París þegar þess var minnst að 100 ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar ræddu þeir einmitt um skógareldana í Kaliforníu.
„Ég sagði Trump að Finnland sé skógi vaxið og að við séum með gott eftirlitskerfi varðandi skógarelda og góða vegi í skógunum þannig að við getum komst áleiðis með slökkvibúnað.“
Sagði finnski forsetinn um samskipti hans og Trump og þvertók fyrir að hafa sagt nokkuð um að „raka lauf“.
„Það er eitthvað sem Trump hefur sjálfur fundið upp.“
Sagði Niinistö.