„Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi. Og fólk sem lætur eins og það sé ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að berjast á öllum vígstöðvum, að það sé einhvern veginn ekki kurteist eða fallegt að segja að stjórnmálin eigi að svara kalli vinnuaflsins, er fólk sem opinberar fáfræði sína um eðli baráttunnar.“
Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Sólveig hafi sagt að grafalvarleg stéttaátök standi nú yfir.
„Ég fullyrði að láglaunafólk er einfaldlega búið að sjá í gegn um áróðurinn um brauðmolana og fólk er búið að sjá í gegnum hina ógeðslegu væntingastjórnun á lágtekjuhópana sem hér hefur verið stunduð og hefur nú umbreyst í það að íslenska hótanamafían hefur frítt spil til að hræða og þvaðra viðstöðulaust.“
Sagði Sólveig að sögn Morgunblaðsins.