Hér fyrir neðan er hægt að lesa ræður Sigurðar í heild sinni.
„Árangur Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningum var góður, víða voru frábærir sigrar. Það er mikil eftirspurn eftir Framsókn og niðurstaðan var sú að flokkurinn hélt sínum hlut á landsvísu og er nú næststærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Ástæðan er sú að stefnan er skynsöm og að aðrir stjórnmálamenn og ekki síst almenningur treystir Framsókn í samstarfi.“
Heimilin og atvinnumál eru aðaláherslumál Framsóknarflokksins og það ætti ekki að koma neinum á óvart. Unnið er að frumvarpi um að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Framsóknarflokkurinn ætlar að halda áfram baráttunni gegn verðtyggingu á neytendalánum. 40 ára verðtryggð lán er eitraður kokteill og sífellt fleiri eru að snúast á band Framsóknar í þeirri umræðu. Samhliða þarf að tryggja möguleika fyrstu kaupenda og tekjuminni hópa á að eignast húsnæði. Við erum ekki að velta okkur upp úr því þó aðrir reyni að eigna sér okkar mál, við höldum okkar stefnu.
Lausnin er að leysa framboðsvandann á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu og kostnaðarvandann á köldum svæðum. Að þessum málum er Ásmundur Einar að vinna og að samþætta svokölluðu svissnesku leið. Og það einmitt eitt af okkar kosningaloforðum. Fyrir rúmu ári síðan þá var eitt af kosningaloforðum Framsóknarflokksins að nýta lífeyrissjóðsgreiðslur til húsnæðiskaupa. Við sölu íbúðarinnar er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Við viljum fara svissnesku leiðina. ASÍ sagði þessa leið vera galna. Síðan þá hefur húsnæðisverð hækkað, og fyrir þá sem eiga húsnæði þá myndi sú ávöxtun teljast bærileg til að komast yfir hjallann.“
„Svissneskaleiðin, finnska leiðin, já við erum frjálslyndur miðjuflokkur sem þorum að hafa róttækar skoðanir og leggja fram lausnir, en við erum líka skynsöm og tilbúin að hlusta á raddir íbúa landsins sem og að leita í smiðju annara sem hafa staðið frammi fyrir sama vanda og íslensk þjóð stendur frammi fyrir. Þegar við leggjum síðan fram okkar útfærslu miðað við veruleikann eins og hann birtist okkur á hverjum tíma, þá er það íslenska leiðin – framsóknarleiðin; leiðin sem gerir fjölskyldum og heimilum lands kleift að eignast sitt eigið húsnæði eða leigja, sé það vilji fólks: Við viljum gefa fólki tækifæri. Á síðustu árum hefur verið unnið að lagalegri útfærslu, núna vinnum við að útfærslunni.“
Atvinnumál hafa verið á stefnu flokksins sl. 100 ár og verið sá flokkur sem hefur haft mestan skilning á sjónarmiði landsbyggðarinnar. Í því sambandi nefndi Sigurður Ingi að það væri alvarlegt mál ef við ætluðum ekki að taka tíðni matarsýkinga erlendis alvarlega. „Hér eru landbúnaðarafurðir með þeim hreinustu sem þekkist og tíðni matarsýkinga með þeim lægstu í heimi. Hvaða afleiðingar hefur það ef við þurfum að taka upp alþjóðlegar reglur sem eru ekki nægjanlegar framsýnar og nútímavæddar. Við erum í einstakri stöðu hér á landi og við þurfum að geta varið þá stöðu. Við eigum að setja framtíðarsýn og stefnu í landbúnaði sem varðar matvæli. Við eigum að vekja athygli á þessari stöðu við íbúa í Evrópu, það vilja allir vera í okkar einstöku stöðu.“
„Við erum einnig að horfa á ótrúleg átök sem varða fiskeldi sem er tiltölulega nýja atvinnugrein. Við höfum fullan skilning á að hagmunir eru í að vernda villtan laxinn, þess vegna er fiskeldi á afmörkuðum svæðum. Við skiljum að það eru gríðarlega verðmæti fólgin í því að halda áfram að byggja áfram upp þann hluta. Við skiljum líka að þau svæði sem hafa verið í uppbyggingu á fiskeldi þurfa að hafa möguleika á að blómstra. Við erum umhverfissinnaður flokkur. Þess vegna munum við finna jafnvægi á milli þessara hagsmuna, þeirra sem vilja vernda og nýta. Eitt útilokar ekki annað og báðir aðilar eiga að geta blómstrað á Íslandi. Við stöndum með þeim byggðum sem eiga undir högg að sækja. Við þurfum nýjar útflutningstekjur, en um leið að skilja báða hagsmuni.“
„Við erum að lækka tryggingargjald í áföngum, við eigum að gera þessi minni fyrirtæki að okkar helstu samherjum, þar liggur einn stærsti vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs. Ég treysti því að við sem erum hér í dag, mótum þá sýn.“
„Loftslagsmálin eru alvarlegasta ógn mannkyns, það eru sóknarfæri víða, t.d. í landbúnaði þar sem gæslumenn landsins sl. 1100 ár hugsa um græða upp með skógrækt, landgræðslu. Það eru sóknarfæri víða fyrir ferðaþjónustu.“
„Það hefur mikið hefur verið rætt um um innleiðingu 3. orkupakkans, já, innleiðingu 3. Pakkans. Við erum sem sagt búin að setja í ísl. lög bæði 1. og 2. pakkann. Og á sínum tíma sömdu ísl. stjórnvöld um að orka, þ.e. orkuflutningar og skilgreining á orku væri sem vörur inn í EES samninginn.
EES samningurinn hefur þróast mjög á þeim 25 árum sem hann hefur verið í gildi. Það er engin spurningin í mínum huga að EES samningurinn hefur verið Íslandi ákaflega hagfelldur. Ekki aðeins tryggir hann okkur aðgang með flestar vörur inn á 500 milljóna markað með okkar útflutningsvörur, hér undir er fiskur mikilvægastur, heldur höfum við einnig notið verulegs ávinnings af ýmsum sjóðum á mennta, menningar en ekki síst nýsköpunarsviðum.
Engu að síður hefur þróun samningsins með sífelldri aukinni miðstýringu og sjálfstæðum eftirlitsstofnunum ESB orðið erfiðara að innleiða regluverk ESB inn í EES t.a.m. með minni áherslu ESB og Norðmanna (sem eru okkar helstu samherjar í EES) á tveggja stoða kerfi.
Í þó nokkrum málum höfum við samþykkt einnar stoða kerfi en því er ekki að heilsa með 3. orkupakkann, þar er um að ræða tveggja stoða kerfi með sjálfstæðri íslenskri eftirlitsstofnun og EFTA dómstól eins og í flestum innleiðingum, sem eru reyndar bara 13.4% að meðaltali síðustu 25 ár. En hvað er það þá sem veldur öllum þessum usla?
Í upphafi skyldi endinn skoða. Á Íslandi er orkan beintengd auðlindum,ólíkt Evrópuríkjum þar sem eru kol, olía, gas og kjarnorka.
Á Íslandi eru flest öll fyrirtækin á orkumarkaði í eigu opinbera aðila, ríkis og/eða sveitarfélaga: samfélagslegri eign. Og okkur hefur tekist að skapa umhverfi þar sem orka er hvað ódýrust í heimi.
Áður fyrr spurði ég mig, verandi venjulegur íbúi í sveit og dýralæknir þegar okkar fólk innleiddi 1. og 2. orkupakkann, af hverju þurfum við að skilgreina orku sem samkeppnisvöru á markaði, af hverju gengum við lengra með uppskiptingu fyrirtækja til að ná fram samkeppnismarkaði á Íslandi? Verandi eyja án tengingar við sameiginlegan markað. Og ég spyr mig enn: hefur þessi leið skilað okkur betra orkuverði?
Jú, samkeppni hefur skilað lægra orkuverði en dreifingarkostnaður hefur hækkað mun meir. Erum við ekki ein þjóð, 350 þúsund, í einu landi með sameiginlega eign á auðlindinni? Stóra myndin segir jú. Ég held eftir að hafa hlustað á margan Íslendinginn, margan framsóknarmanninn, að því gefnu að við viljum ekki tengjast sameiginlegum markaði með sæstreng, sem við viljum ekki í dag, þá getum við spurt okkur af hverju að innleiða?
Þá spyrjum við okkur af hverju þurfum við að innleiða orkupakka sem snýst fyrst og fremst um sameiginlegan markað og þau vandamál/verkefni sem að því snúa.
Er ekki leiðin sú að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?
Við gætum þurft að útvíkka þær og klára þetta mál með fyrirvara um að ef við ákvæðum seinna, eftir 10-20-50 ár, að tengjast hinum sameiginlega markaði, að þá tækjum við upp sameiginlegan flutning á orku milli landa, ekki fyrr?
Er þetta kannski lausnin sem við ættum að leitast eftir? Mín skoðun er sú að eftir þessu ættum við að sækjast í samskiptum við ESB og önnur EES ríki. Við munum ekki trufla Norðmenn með þeirri leið, en ég veit að við þurfum að banka upp á hjá Evrópusambandinu og nýta áður nefndar undanþágur? Ríkisstjórnin vinnur að því að leita lausna.“