Björt Ólafsdóttir fyrrum alþingismaður og umhverfis- og auðlindaráðherra, og eiginmaður hennar, Birgir Viðarsson verkfræðingur eiga von á fjórða barninu.
Björt tilkynnir um bumbubúann í færslu sinni á Facebook.
„Það er nóg pláss í þessum örmum fyrir eitt kríli í viðbót. Einhver verður að halda þessum hagvexti gangandi fyrst maður er ekki í ríkisstjórn og svona. Hagspá Hvassaleitisins gerir ráð fyrir blússandi siglingu fyrir þjóðarbúið upp úr miðjum maí. Við erum þakklát.“
Fyrir eiga þau soninn Garp 9 ára og tvíburana Fylki og Foldu 3 ára.