Það er um að gera að eyða aðeins meiri tíma í eldhúsinu um helgar. Hér kemur ein uppskrift sem þarf að nostra aðeins við og er þess virði.
Hráefni:
1 msk. chili flögur
1 msk. svört piparkorn
1 msk. fennelfræ
1,8 kg svínakjöt
2 msk. salt
4 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, skorinn í bita
1 hvítlaukshaus, skorinn í helming
4 lárviðarlauf
2 bollar þurrt hvítvín
2 dósir kjúklingabaunir
½ sítróna
3 msk. steinselja, smátt söxuð
Aðferð:
Myljið chili flögur, piparkorn og fennel fræ með mortar. Saltið svínakjötið vel og kryddið síðan með piparblöndunni. Nuddið kryddinu vel inn í kjötið. Klæðið svínakjötið í plastfilmu og passið að hún sé mjög þétt. Leyfið kjötinu að sitja í klukkutíma við stofuhita eða í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 160°C. Hitið tvær matskeiðar af olíu í potti og steikið kjötið á öllum hliðum í 10 til 12 mínútur í heild. Setjið svínakjötið á disk. Hellið fitunni úr pottinum og bætið restinni af olíunni saman við og hitið yfir meðalhita. Eldið lauk og hvítlauk og hrærið reglulega í um 2 mínútur. Hrærið lárviðarlaufum saman við og skellið svínakjötinu í pottinn. Hellið víninu saman við sem og 2 bollum af vatni. Setjið lok á pottinn og setjið hann inn í ofn. Bakið í 2 ½ til 3 klukkutíma en passið að snúa svínakjötinu á 45 mínútna fresti. Setjið kjötið á disk og leyfið því að kólna aðeins áður en það er skorið í stóra bita. Setjið kjötið og kjúklingabaunir í pottinn og hitið yfir lágum hita. Eldið með lok á pottinum í 12 til 15 mínútur. Kreistið síðan sítrónusafa yfir og skreytið með steinselju.