Hér er á ferð ný uppskrift frá Sollu Eiríks að súkkulaðibitakökum sem henta vegan lífsstíl. Allt hráefnið er að auki lífrænt ræktað.
Hráefni:
⅔ bolli kókosolía, bráðin
⅔ bolli kókospálmasykur
⅔ bolli hrásykur
½ bolli mjólk, t.d. möndlu eða haframjólk
2 tsk. vanilla
2 ½ bolli spelt, fínt og gróft til helminga
1 tsk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. matarsódi
½ tsk. sjávarsaltflögur
200 g 71% dökkt súkkulaði, saxað
Aðferð:
Blandið saman kókosolíu og sykri, t.d. í hrærivél eða skál. Bætið möndlumjólkinni og vanillunni út í. Setjið þurrefnin út í og blandið létt. Að lokum bætist saxað súkkulaðið við, rétt blandið því lauslega út í. Fínt er að kæla deigið aðeins áður en þið mótið litlar kökur til að setja á bökunarpappír. Kökurnar breiða vel úr sér í ofninum svo passið að hafa nóg bil á milli. Bakið kökurnar í forhituðum ofninn við 175°C, í 12-14 mínútur. Takið bökunarpappírinn af ofnplötunni og látið kökurnar kólna áður en þið freistist til að smakka.