fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Þurfti að endurhugsa framtíðaráform sín

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir er í forsíðuviðtali í febrúartölublaði MAN sem kemur út í dag en þar segir hún m.a. frá því hvernig hún hafi þurft að endurhugsa framtíðaráform sín eftir að hún kom heim frá Chile, þangað sem hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til að freista gæfunnar sem söngkona.

Hún hefur nú tekið ábyrgð á heilsu sinni, andlegri sem og líkamlegri líkt og forsíðufyrirsögnin vísar í. Þegar draumurinn með barn með sambýlismanni hennar gekk ekki upp þurfti Hera að ganga í gegnum sorgarferli og viðurkennir að hafa farið í djúpa lægð, bæði þá og svo aftur árið 2017. Fyrir tveimur árum leitaði hún svo til markþjálfa og segir það hafa verið mikið gæfuspor.

„Ég fór til dásamlegs markþjálfa sem heitir Ásta og vann með henni þar til í vor. Með henni náði ég að vinna mig í gang aftur, fór að vinna í minni framtíðarsýn, setti niður litlu markmiðin mín og þurfti að hafa mig alla við til að ná þeim.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í upphafi voru þetta smá markmið, eins og að klára giggið næstu helgi, komast út úr húsi á morgnana o.s.frv. Mér fannst tilveran erfið og tilgangurinn með öllu bröltinu og dugnaðinum óljós.“

Með vinnunni með markþjálfanum fann Hera að hana langaði að breyta til og úr varð að hún skráði sig í háskólanám til löggildingar í fasteignasölu og réði sig í framhaldi til Fasteignasölu Reykjavíkur.

„Þar ríkja sömu gildi og hugsjónir og ég aðhyllist svo ég fann mig vel þar og geri enn. Það er ofsalega gaman að vinna með þessu góða fólki og skilningurinn er mikill, ég er svolítið krefjandi samstarfsmaður enda í fleiri störfum og erfitt að ganga að mér vísri.

En á meðan ég vinn vinnuna mína og kúnnarnir mínir eru glaðir gengur þetta allt upp,“ segir Hera í viðtalinu en hún er hvergi hætt í söngnum þó hún sé komin í fasteignasöluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna