fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 19. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur.

Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd.

Bleikt tók saman lista af skemmtilegum gamanmyndum sem allar eru í sýningu á Netflix:

Hot Fuzz

Nick Angel er ekta „ofurlögga“ sem er svo góður í starfi sínu að hann hefur verið sendur af yfirmönnum sínum í lítið, hljóðlátt þorp þar sem að lítið fer fyrir honum. Nick kann engan veginn vel við sig þar sem hann er, en hann kemst brátt að því að eitthvað bogið er við þorpið og glæpatíðnina þar. Hefst þar með nær stanslaus eltingaleikur og hasar.

Trading Places

Louis Winthorpe erathafnamaður sem vinnur fyrir verðbréfafyrirtækið Duke og Duke sem bræðurnir Mortimer og Randolph Duke reka. Þeir þræta gjarnan um hin ólíklegustu og ómerkilegustu mál, og það nýjasta er hvort að það sé umhverfið eða genin sem ákvarða um hversu vel mönnum gengur í lífinu. Þegar Winthorpe rekst á bragðarefinn Billy Ray Valentine úti á götu, og heldur fyrir misskilning að hann sé að reyna að ræna sig, þá lætur hann handtaka hann. Þegar hann sér hve ólíkir menn þeir tveir eru, þá ákveða bræðurnir að veðja um hvað myndi gerast ef Winthorpe myndi missa vinnuna, heimili sitt og virðingu allra í kringum sig, og hvað myndi gerast í staðinn ef Valentine fengi starf Winthorpe. Þeir láta því handtaka Winthorpe og láta hann líta illa út gagnvart kærustunni. Nú þarf hann að reiða sig á vændiskonu sem var ráðin til að eyðileggja mannorð hans.

Bring it On

Toro klappstýruliðið í Rancho miðskólanum í San Diego er kappsfullt, áræðið, með munninn fyrir neðan nefið og með frábært atriði sem mun pottþétt skila þeim meistaratitli í landskeppni klappstýra, sjötta árið í röð. En gæfan snýst við hjá nýkjörinni yfirklappstýrunni Torrance, þegar hún kemst að því að hið frábæra dansatriði þeirra er í raun stolið atriði frá the Clovers, sem er hip-hop sveit frá East Compton, af fyrrum yfirklappstýru Toro liðsins.

Dont think Twice

Þegar félagi í spunaleikhúsi í New York fær stóra tækifærið, þá gera hinir í hópnum sér grein fyrir að það eru ekki allir að fara að slá í gegn.

Goon

Doug Glatt, sem er ekki ánægður í starfi sem útkastari á pöbb, og fjölskyldunni dálítið til skammar, dreymir um að njóta sömu velgengni og Ross Rhea. Þegar hann rekst óvart á hokkíspilara og lendir í áflogum við hann, þar sem Doug hefur auðveldlega yfirhöndina, þá sér þjálfari Halifax Highlanders möguleika í þessum risastóra manni, sem hefur þó enga hæfileika í ísknattleik. Doug byrjar að æfa með liðinu, og verður fljótt mikið efni. Fljótlega þarf hann að keppa við Ross „The Boss“ Thea ,og vonandi nær hann í draumastúlkuna líka. Núna þarf hann bara að læra að skauta.

Moonrise Kingdom

Myndin gerist á lítilli eyju árið 1965 þar sem örfáar hræður búa og fjallar um 12 ára strák og stelpu sem verða ástfangin og gera með sér leynilegt samkomulag um að flýja saman út í óbyggðirnar. Á meðan hin ýmsu yfirvöld og stofnanir leita þeirra sækir skuggalegur stormur í sig veðrið – og á endanum er hið sallarólega samfélag litlu eyjunnar komið á annan endann.

Wedding Crashers

Skilnaðarsáttasemjararnir John Beckwith og Jeremy Grey eru viðskiptafélagar og æskuvinir, sem eiga sama áhugamál, að mæta óboðnir í brúðkaup hjá ókunnugum! Það er alveg sama hvaða fólk það er sem er að gifta sig, af hvaða kynþætti það er eða hvaða trúarbrögð það aðhyllist, þeir ná alltaf að beita fyrir sig sinni heillandi framkomu og persónutöfrum til að passa inn í hópinn, og slá í gegn, en markmið þeirra er svo að krækja sér í stelpur.

Burn after Reading

Osborne Cox er greinandi hjá CIA sem hættir eftir að hafa verið lækkaður í tign. Ákveður hann að hefna sín á yfirmönnum sínum með því að skrifa endurminningar sínar. Auk vinnumissisins vill eiginkona hans, Katie Cox, skilja við hann, og að ráði lögfræðings síns afritar Osbourne fjárhagsupplýsingar sínar á disk. Þegar ritarinn hans gleymir síðan disknum á líkamsræktarstöð verður fjandinn laus. Vitgrannur starfsmaður stöðvarinnar, Chad Felheimer, finnur diskinn og er sannfærður um að hann hafi komist yfir verðmæt ríkisleyndarmál. Hann og samstarfskona hans, Linda Litzke, ákveða að græða á disknum með því að selja hann eða kúga fé út á efni hans.

Bridged Jones‘s Diary

Bridget Jones er ofurvenjuleg ung kona sem reynir að berjast gegn ellikerlingu, þyngdinni, vandræðum í vinnunni, skorti á karlmanni í lífi sínu, og ýmsu öðru sem gerir hana ófullkomna á marga lund. Hún ákveður að strengja það nýársheit að ná stjórn á lífi sínu. Fyrsta verk hennar er að byrja að skrifa dagbók þar sem hún ætlar að vera fullkomlega heiðarleg og einlæg og segja alltaf sannleikann. Lætin byrja svo þegar hinn heillandi en þó alræmdi kvennamaður, yfirmaður hennar, fær áhuga á henni, þrátt fyrir alla gallana.

I Love You, Man

I Love You, Man segir frá Peter, ungum manni sem er nýbúinn að trúlofast Zooey, kærustu sinni til langs tíma. Þegar undirbúningurinn fyrir brúðkaupið fer af stað kemst Peter þó að því, sér til mikils hryllings, að hann á engan karlvin sem getur orðið svaramaður hans. Hann neyðist því til þess að fara á karl-stefnumót til að finna hentugan besta vin, en eftir nokkurt streð hittir hann loksins Sydney og tengjast þeir sterkum böndum. En því nánari sem þeir verða, setur það meiri pressu á samband hans við unnustu sína, og lendir hann brátt í þeirri aðstöðu að velja á milli besta vinarins og unnustunnar.

The Waterboy

Hinn 31 árs gamli vatnsberi Bobby Boucher þarf að sæta því að vera stöðugt strítt af liðsmönnum fótboltafélagsins sem hann vinnur fyrir, og að lokum rekur þjálfarinn hann. Hann finnur fljótlega annað lið til að vinna fyrir, en þar uppgötvar hann leyndan hæfileika; hann getur tæklað miklu stærri menn en hann er sjálfur með því einu að ímynda sér að þeir hafi verið að gera lítið úr honum. Þjálfarinn ræður hann sem leikmann, og hann verður fljótt einn allra besti leikmaðurinn í háskóladeildinni. Hann verður þó að leyna leyndarmálinu fyrir móður sinni, sem ofverndar hann.

Magic Mike

Channing Tatum leikur hér stripparann Mike Martingano sem hefur verið að gera það gott í bransanum enda vinsæll á meðal þeirra kvenna sem kunna að meta atriði hans. Dag einn kynnist Mike ungum nýliða sem kallar sig The Kid og ákveður að skóla hann til í greininni. Það nám felur í sér að Mike mun kenna honum hvernig best er að koma fram, nokkrar árangursríkar aðferðir til að næla sér í konur og síðast en ekki síst nokkrar einfaldar leiðir til að búa sér til pening með sem minnstri fyrirhöfn. Sjálfan dreymir Mike hins vegar um að koma undir sig fótunum annars staðar og um leið og hann kennir The Kid öll helstu brögðin býr hann sjálfan sig undir að skipta um lífsstíl .

Seeking a Friend For the End Of The World

Smástirni nálgast jörðu og mun skella á henni eftir þrjár vikur. Endalok lífsins eru fram undan. Hvað gera menn? Myndin hefst á tilkynningu um að síðasta tilraun geimvísindamanna til að afstýra árekstri jarðar við smástirni hafi mistekist. Heimsendir verður eftir þrjár vikur. Þetta fær auðvitað alla til að velta því fyrir sér hvernig skuli nota síðustu dagana. Eigum við bara að halda áfram að gera það sem við höfum alltaf gert eða eigum við að gera eitthvað sérstakt? Dodge velur síðari kostinn. Hann ákveður að eyða síðustu dögunum í að hafa uppi á æskuástinni sinni og um leið stóru ástinni í lífi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“

Furðar sig á ummælum Helga sem fór mikinn í gærkvöldi – „Hann átti varla fyrir salti í grautinn“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.