fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Matur

Langbesta eplakakan: Þessa uppskrift þarf að geyma

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 15:00

Tilvalinn eftirréttur á köldum vetrarkvöldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nauðsynlegt að eiga nokkrar uppskriftir á lager sem maður er ánægður með og slá alltaf í gegn. Hér er uppskrift sem á svo sannarlega heima í uppskriftabunkanum, en þessi eplakaka klikkar aldrei og er einstaklega bragðgóð.

Langbesta eplakakan

Hráefni:

4 epli, kjarninn úr og skorin í sneiðar (ekki taka hýðið af)
1 tsk. kanill
safi úr ½ sítrónu
2 msk. vatn
¼ bolli + 2 msk. sykur
¾ bolli hveiti
¼ bolli púðursykur
½ tsk. salt
115 g smjör, kalt, skorið í teninga
1 bolli haframjöl
vanilluís til að bera fram með

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og smyrjið stórt eldfast mót. Blandið eplum saman við 2 matskeiðar af sykri, sítrónusafa, vatn og kanil. Í annarri skál blandið þið saman hveiti, púðursykri, restinni af sykrinum og salti. Notið síðan hendurnar til að vinna smjörið saman við hveitiblönduna þar til hún minnir á mulning. Bætið haframjölinu saman við. Raðið eplunum í eldfasta mótið og dreifið haframjölsblöndunni yfir. Bakið í um 45 mínútur, eða þar til toppurinn er farinn að taka góðan lit. Kælið í 10 mínútur og berið fram með vanilluís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu