Guðni Th. Jóhannesson lítur til baka til ársins 2017 þegar orð hans um ananas skóku samfélagið og samfélagsmiðla og skiptu pizzu- (og Guðna) aðdáendum í tvær fylkingar.
Guðni Th. var í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri í febrúar 2017 þar sem hann hélt erindi á sal skólans. Þar rifjaði hann upp sögu menntaskólans og sagði skemmtilegar sögur af gömlum nemendum skólans sem hann þekkir vel.
Að lokum var opnað fyrir spurningar sem voru í léttari kantinum og í takt við erindið sem Guðni hélt. Þegar nemandi í skólanum spurði hann hvaða álegg forsetinn setti á pizzuna sína svaraði Guðni því til að honum mislíkaði ananas og myndi banna það álegg ef hann gæti.
Svarið varð eins og áður segir að deiluefni um hina svokölluðu Hawaiian pizzu, sem fundin var upp af Sam Panopoulos veitingastaðareiganda í Ontario í Kanada, en hann lést í júní 2017, 82 ára að aldri.
„Þarna má segja að áhrif embættisins hafi tekið öll völd af mér,“ segir Guðni í samtali við Carol Off í viðtali hjá As It Happens. „Ég gekk of langt.“
#TeamPineapple
Justin Trodeau forsætisráðherra Kanada tók afstöðu til málsins, þar sem hann tvítaði #TeamPinapple og lýsti yfir stuðningi við „þessa dásamlegu Suðvestrænu Ontario framleiðslu.“
Meira að segja Panopoulos sjálfur tjáði sig um málið. Í viðtali við As It Happens í febrúar 2017 sagði hann um Guðna Th. „Hann hefði átt að vita betur. Ég er viss um að hann er mun yngri en ég, og ég var að búa til pizzur þegar ég var ungur, skilurðu mig?“
Sam Panopoulos, 83, Canadian inventor of the Hawaiian pizza has died. Our Feb 2017 intvu with him here: https://t.co/o0GCKXevri pic.twitter.com/x07Aa5CZQT
— As It Happens (@cbcasithappens) June 9, 2017
Stóra Ananasmálið varð svo stórt að Guðni Th. þurfti að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann útskýrði að hann ætlaði hvorki né hefði vald til að banna ananas.
„Þrátt fyrir að mér líki ekki ananas á pizzu, þá er öðrum frjálst að velja hvaða álegg sem þeir vilja á sína.“
We just received this statement from Iceland’s President Guðni Th. Jóhannesson regarding his thoughts on pineapple on pizza. pic.twitter.com/uiFtpNhHGL
— As It Happens (@cbcasithappens) February 21, 2017
„Ég hef ekkert á móti ananas, en þegar hann er kominn á pizzu þá verður hann allur svona „mushy“.“
Off sagði við forsetann um þennan viðsnúning hans í málinu: „Herra þetta köllum við flip-flop.“
„Ég tel að almennt ættu stjórnmálamenn ekki að hafa leyfi til að snúast hugur, heldur frekar að endurskoða, að skipta um skoðun. Þú veist hvað er að því að skipta um skoðun?“
En málinu lauk ekki þar. Í nýrri yfirlýsingu gaf forsetinn út aðra athugasemd um pizzuálegg: „Á pizzur, þá mæli ég með sjávarfangi.“
Taldi Panopoulos að þarna væri forsetinn að styðja við sjávarútflutning heimalands síns.
„Ég held að Sam Panopoulos hafi strax séð hvað var á bak við þetta,“ játar forsetinn í viðtali við Off.
„íslendingar eru fiskveiðiþjóð og þú veist, ef allir myndu setja sjávarfang á pizzuna sína, þá væri það frábært og netiaði spurningu Off um að hann væri í vasanum á einhverjum stórfiski.
„Nei ég myndi ekki ganga svo langt,“ segir hann. „En í sannleika sagt, þá er sjávarfang á pizzu gott. Þú ættir að prófa það.“