Það er gaman að leika sér að búa til snakk heima fyrir þegar mann langar að maula eitthvað yfir imbakassanum á kvöldin. Þetta snakk er tilvalið yfir sjónvarpsglápi og er einstaklega einfalt að gera.
Hráefni:
115 g smjör, brætt
8 hveiti tortilla-pönnukökur
½ bolli sykur
2 msk. kanill
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Takið til tvær ofnplötur og klæðið þær með smjör- eða álpappír. Skerið hverja tortilla-köku í tólf þríhyrndar sneiðar. Blandið tortilla-sneiðunum saman við brædda smjörið í skál sem hægt er að loka. Lokið skálinni og hristið rækilega þar til allar sneiðarnar eru þaktar smjöri. Blandið kanil og sykri saman í annarri skál. Blandið síðan kanilsykrinum saman við tortilla-sneiðarnar, lokið skálinni og hristið aftur vel. Raðið sneiðunum á ofnplöturnar og bakið í um fimmtán mínútur. Kælið alveg og njótið strax eða geymið í lofttæmdu íláti í allt að tvo daga.