Ásthildur Sturludóttir var ráðin bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar um miðan september síðastliðinn til loka kjörtímabilsins. Alls sóttu 18 einstaklingar um stöðuna en Ásthildur var metin hæfust til þess að gegna embættinu. Ásthildur hafði áður starfað sem bæjarstjóri Vesturbyggðar frá árinu 2010. Ásthildur á ekki langt að sækja pólitíska leiðtogahæfileika sína því faðir hennar er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis. Sturla starfaði síðast sem bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar fram í febrúar 2018 en þá settist hann í helgan stein.