fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 05:45

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska Umhverfisstofnunin áætlar að árlega valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum hér á landi. Nokkrar íslenskar rannsóknir sýna að mengun veldur ýmsum heilsufarslegum vandamálum hér á landi.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er haft eftir Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, að hann telji hálfógnvænlega tíma framundan ef ekkert verður að gert. Full þörf sé á að vekja alla til umhugsunar.

Hann sótti nýlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO í Genf um þær ógnir sem heilsu fólk stafar af loftmengun og loftslagsbreytingum. Inntak ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og nú sé komið að því að grípa þurfi til aðgera. Þetta segir Þórólfur einnig eiga við Ísland.

Talið er að um sjö milljónir manna látist af völdum loftmengunar í heiminum árlega. Af þeim eru 500.000 börn yngri en fimm ára.

Fréttablaðið hefur eftir Þórólfi að um síðustu áramót hafi mengun af völdum flugelda slegið öll met í Reykjavík og 10 til 20 manns hafi þurft læknisaðstoð vegna öndunarvandamála og óþæginda. Hann segir þetta bara vera toppinn á ísjakanum.

”Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“

Hann vildi ekki leggja mat á hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt.

„En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við