fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Ragga nagli: „Þetta er ekki lífsstíll ef þú getur aðeins stundað hreyfingu í einu póstnúmeri“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um líkamsrækt er ekki lífsstíll ef hana er eingöngu hægt að stunda í einu póstnúmeri.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Naglinn hefur gert sér það lífsmottó að rækta skrokkinn óháð staðsetningu.
Þó skipt sé um póstnúmer.
Farið yfir landamæri.
Siglt yfir höf.
Flogið milli heimsálfa.
Þó maður sé staddur í svissnesku ölpunum í mínus átján og næsta ræktarpleis sé niður fjallið.
Búkinn skal ávallt hrista og svitna.
Teygja og tvista. Hoppa og hamast.
Það getur krafist rannsóknarvinnu að finna næsta musteri heilsunnar á nýjum stað.
Það þarf oft fyrirhöfn að koma sér á staðinn.
En stórar hindranir í veginum verða aldrei tæklaðar með auðveldum og þægilegum samræðum.
Hvort sem það er einræða í hausnum á þér eða samræður við aðra.
Æi.. ég nenni ekki að standa í þessu.
Er í fríi.
Ætla að njóta bara….
„Njódda – livva – slagga.“
En það má finna hreysti utan veggja ræktar með skokki, hoppi og hamagangi.
Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.
Skokkhringur er „sightseeing“ í leiðinni og alls staðar má finna almenningsgarða til ástundunar djöfulgangs í formi hringþjálfunar – froskahopp, fjallganga, hopp á bekk, armbeygjur má gera án nokkurs tækjabúnaðar.
Auðveldir valkostir = erfitt líf
Erfiðir valkostir = auðvelt líf
Það virðist nefnilega alltaf vera vonlaust þar til það er yfirstaðið. Og framtíðarsjálfið þakkar þér fyrir vesenið.
Þetta er ekki lífsstíll ef þú getur eingöngu stundað heilsuna í einu póstnúmeri heimsins.

Facebooksíða Röggu nagla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun

Veðbankar segja þetta líklegasta áfangastað Southgate eftir tíðindin í morgun
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum

Hröð útbreiðsla Covid veldur Landspítalanum vandræðum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar

Arsenal á eftir einni af hetjum Spánar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate

Segir frá atviki sem ekki sást í sjónvarpinu – Bellingham sturlaðist og sagði þetta við Southgate
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn

Mbappe kynntur fyrir stuðningsmönnum – Sjáðu hann í treyju Real Madrid í fyrsta sinn
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið

Gekk frá hatrömmum skilnaði degi fyrir andlátið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð

Freyr krækir í landsliðsmarkvörð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.