Ert þú búin/n að ákveða hvað er í matinn? Hér er ansi hreint góð hugmynd á ferð.
Hráefni:
9 hvítlauksgeirar
½ tsk. chili flögur
1 tsk. sojasósa
4 msk. ólífuolía
1,5–2 kg kjúklingur (eða heill kjúklingur skorinn í bita)
salt og pipar
900 g tómatar af öllum stærðum og gerðum, skornir í helminga, í fjóra hluta ef þeir eru stórir
3 greinar af timjan
1/3 bolli grænar ólífur án steina
1 baguette-brauð, skorið á lengdina
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°C. Rífið einn hvítlauksgeira í litla skál og blandið saman við chili flögur, sojasósu og 1 matskeið af olíu. Nuddið þessu yfir allan kjúklinginn og kryddið síðan með salti og pipar. Blandið tómötum, timjan, ólífum, 3 matskeiðum af olíu og 8 hvítlauksgeirum saman í stórri skál. Hellið þessu á ofnskúffu og saltið og piprið. Raðið kjúklingabitunum ofan á tómatblönduna og bakið í 40 til 50 mínútur. Þegar að kjúklingurinn á fimm mínútur eftir drissið þið olíu yfir baguette-brauðið og saltið. Raðið brauðinu á ofnplötu og bakið í 5 mínútur. Skerið hvern brauðhluta í tvennt eftir það. Setjið kjúklinginn á skurðarbretti og leyfið honum að hvíla í 15 til 20 mínútur. Skerið kjúklinginn og setjið haug af honum og tómatblöndunni ofan á baguette-sneiðarnar.