Bíó Paradís barst góður liðsauki í sjoppuna fyrr í dag, þegar starfsmenn fengu einn gesta hússins til að stökkva á bak við afgreiðsluborðið og afgreiða popp og með því.
Það var enginn annar en velski leikarinn John Rhys-Davies, sem er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Gimli í Lord of The Rings trílógíunni.
Leikarinn er staddur hér á landi við tökur á íslensk-kanadísku kvikmyndinni Shadowtown en tökur fara meðal annars fram í Bíó Paradís. Það er Jón Gústafsson sem leikstýrir og skrifar ásamt konu sinni Karolinu.
Hér má sjá nokkrar senur úr LOTR, en vert er auðvitað að taka fram að Rhys-Davies hefur leikið í fjölmörgum fleiri kvikmyndum.