Útvarp Saga er reglulega með kannanir á netsíðu sinni. Alls 78% þeirra sem tóku þátt í netkosningu í dag vilja ekki að Guðni Th. Jóhannesson verði endurkjörinn í embætti forseta Íslands.
Spurt var: „Vilt þú að forseti Íslands verði endurkjörinn?“ og og tóku 369 einstaklingar þátt. Aðeins 18% geta hugsað sér Guðna á Bessastöðum áfram, en 4% voru hlutlausir og eins og áður sagði svöruðu 78% neitandi.
Rétt er að hafa í huga að netkosningar útvarpsstöðvarinnar, sem þar eru kallaðar „skoðanakannanir“ eru ekki vísindalegar og gefa líklega frekar til kynna hvaða skoðanir hlustendur hennar hafa, en ekki þjóðin í heild.