fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Eyjan

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað.

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sendi í gær harðort bréf til allra borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkurkjördæmanna tveggja þar sem hann fer fram á að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bæðist opinberlega afsökunar á að hafa boðið Eyþóri, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, á fundinn í Höfða. Kallar Halldór Auðar einnig eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjái sig opinberlega um málið „og standi með formi fundarins í því skyni að endurreisa trúverðugleika hans,“ eins og segir í bréfinu.

Brynjar segir í pistli á Pressunni að Píratar séu viðkvæmari en aðrir og sé gjarnan misboðið þegar þeur eru gagnrýndir:

Þar sem Pírötum er ógerlegt að tjá einfalda hugsun í stuttu máli sendir borgarfulltrúi þeirra þingmönnum Reykjavíkur langt bréf um ekki neitt. Þar kemur þó fram að hann krefjist afsökunarbeiðni frá utanríkisráðherra vegna þess að með honum á fund borgarfulltrúa og þingmanna Reykjavíkur mætti oddviti sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningum,

segir Brynjar og bætir við:

Í taugaveiklunarástandi taka menn oft vanhugsaðar ákvarðanir. Ég hef setið þessa fundi ár eftir ár og oft hafa verið á þeim aðrir en kjörnir fulltrúar. Enginn hefur hingað til þurft áfallahjálp þess vegna. Þar sem oddvitanum var annt um velferð og andlega heilsu fulltrúa meirihlutans í borginni vék hann af fundinum þegjandi og hljóðalaust. Svo þegar menn gagnrýna eftirá þessa hallærislegu brottvísun er krafist afsökunarbeiðni. Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“

Fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra búin að fá nóg af seinagangi í leikskólamálum – „Til þess fallið að skapa falskar væntingar og enn meiri vonbrigði þegar planið gengur ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Elliði ætlar ekki að skora á fólk að kjósa Jens Garðar – Í staðinn vill hann að Sjálfstæðismenn geri þetta

Elliði ætlar ekki að skora á fólk að kjósa Jens Garðar – Í staðinn vill hann að Sjálfstæðismenn geri þetta