Emilía Guðrún Valgarðsdóttir sendi systur sinni Halldóru, sem býr í Norfolk í Virginiu, pakka með gjöfum og sælgæti á dögunum. Sendingin komst fljótt og örugglega til skila en þær systur urðu þó virkilega hissa þegar bæst hafði við gjafirnar í kassanum.
Halldóra systir sendir mér skilaboð til þess að þakka fyrir gjafirnar en spyr mig í leiðinni hver eigi þessar nærbuxur,
segir Emilía Guðrún mjög hissa.
Hvorki ég né Matti eigum þessar nærbuxur og eftir smá samtal komumst við að því að ekki var bara búið að bæta við nærbuxum heldur líka einhverju nammi og oststykki sem ég kannaðist ekki við.
Emilía segist aldrei hafa lent í slíku áður og veltir því fyrir sér hvort einhver hafi verið að reyna að vera fyndin.
Það var ekkert tekið úr kassanum, bara bætt við.