Rúmenska sendiráðið í Danmörku og kjörræðismaður Rúmeníu á Íslandi, ásamt Bíó Paradís bjóða til kvikmyndasýningar og mótttöku fimmtudaginn 15. nóvember kl 18 í Bíó Paradís í tilefni þjóðhátíðardags og aldarafmæli fullveldis Rúmeníu.
Sýnd verður kvikmyndin ‘Ecaterina Teodoroiu’ frá árinu 1978 eftir leikstjórann Dinu Cocea. Myndin fjallar um einu konuna sem barðist á rúmensku víglínunni í fyrri heimsstyrjöldinni. Einnig verður gestum boðið að virða fyrir sér ljósmyndasýningu sem sett hefur verið upp í anddyri Bíó Paradís, sem fjallar um konur í fyrri heimsstyrjöldinni. Á undan kvikmyndasýningunni munu sagnfræðingarnir Valur Gunnarsson og Florin Nicolae Ardelean taka til máls um konur í fyrri heimsstyrjöldinni.
Sendiherra Rúmeníu, Alexandru Grădinar mun ávarpa gesti.
Sjá nánar hér.