fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fókus

Raddir íslenskunnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur íslenskrar tungu er föstudaginn 16. nóvember. Af því tilefni verður viðburður í Borgarbókasafninu deginum áður, fimmtudaginn 15. nóvember, þar sem íslenskunni í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má í Reykjavík verður fagnað. Nemendur og kennarar í íslensku sem annað mál munu ræða um gildi tungumálsins og miðla reynslu sinni með gestum í huggulegri Café Lingua stemningu á Borgarbókasafninu í Grófinni.

Íslenska sem tungumál verður fjölbreyttari og ríkari eftir því sem fleiri tala hana. Allir eiga sama tilkall til málsins, til að nota það í ræðu jafnt sem riti, kalla það sitt og gera það að sínu. Á Café Lingua verður meðal annars rætt stöðu íslenskunnar meðal þeirra sem nota tungumálið sem annað mál. Fjallað verður um hvernig málið sé jafnrétthátt í slíkum tilfellum sem og hjá íslenskum móðurmálshöfum og að frávik þeirra sem eiga hana ekki að móðurmáli séu ekki „verri“ en frávik þeirra sem eiga hana að móðurmáli.

Allir eru velkomnir, hvort sem þeir hafa íslensku að móðurmáli, að öðru máli eða fimmta, eða eru rétt að byrja að læra tungumálið.

Café Lingua er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála- og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Café Lingua – lifandi tungumál er samstarf Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar og við Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, Huldumál, félagið „Linguae“ og Íslenskuþorpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum