fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni? Orðræður um HIV á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hádeginu í dag flytja Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir hádegisfyrirlesturinn „Mesti óvinur mannkyns, hórsótt eða eyðni? Orðræður um HIV á Íslandi“. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:05 og fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þetta er fimmta erindi þessa haustmisseris í röð fyrirlestra sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið, en þema þessa hausts er hörmungar.

HIV-veirusýking er einn skæðasti sjúkdómsfaraldur síðari tíma. Lokastig hennar, sem almennt gengur nú undir nafninu alnæmi, gerði fyrst vart við sig í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og var þá talið áður óþekkt tegund sjálfsofnæmis. Á skömmum tíma breiddist þessi óþekkta ógn út og á árunum 1981-1982, þegar HIV-veiran var fyrst kynnt formlega til sögunnar, var hún þegar orðin að heimsfaraldri. Í fyrstu virtist sjúkdómurinn helst herja á homma og aðra jaðarhópa og því var ímynd hans í blöðum og almennri umræðu sniðin eftir fordómafullum erkitýpum. Slíkt ýtti undir jaðarsetningu og fordóma gagnvart þeim hópum sem urðu hvað verst úti. Á Íslandi fór sjúkdómurinn að gera vart við sig nokkrum árum seinna.

Í fyrirlestrinum verða ólíkar orðræður um HIV og alnæmi á Íslandi greindar. Skoðað verður meðal annars hvernig orðræða um kynvillu eða samkynhneigð sem smitandi, erlenda úrkynjun birtist í umræðum um sjúkdóminn, hvernig félagasamtök á borð við Samtökin ´78 brugðust við slíkri umræðu og hvernig hún mótaði baráttu samkynhneigðra og hinsegin fólks fyrir lagalegu og félagslegu jafnrétti.

Ásta Kristín Benediktsdóttir er íslenskufræðingur og leggur nú lokahönd á doktorsritgerð í íslenskum bókmenntum um hinsegin kynverund í skáldverkum eftir Elías Mar. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í kvenna- og kynjasögu frá Háskólanum í Vínarborg 2016. Saman ritstýrðu þær ásamt Írisi Ellenberger ritrýnda greinasafninu Svo veist þú að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi. Nýjasta verkefni þeirra þriggja er heimildasöfnunarverkefnið Hinsegin huldukonur. Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700–1960 sem styrkt er af Jafnréttissjóði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Í gær

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár

Sjaldséð sjón: Sonur Angelinu Jolie með henni í fyrsta skipti í þrjú ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda

Valentína sannar að það er ljós við enda ganganna – Sigraðist á átröskun og fíknivanda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga

Bókarýni: Ljóslifandi 200 ára gömul harmsaga