fbpx
Sunnudagur 28.júlí 2024
Fókus

Femínistar hjóla í Tiny vegna rassamyndbands: „Að svona drasl komi frá gaur sem var í einni af mínum uppáhaldshljómsveitum“

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru allir parsáttir við nýjasta myndband rapparans Tiny, Egils Ólafs Thorarensen, sem gerði garðinn frægan á sínum tíma með hljómsveitinni Quarashi. Lagið virðist vera nokkurs konar óður til afturenda kvenna og speglar myndbandið það þema. Rassinn hefur löngum verið vinsælt viðfangsefni rappara um allan heim en hefur þó hlotið minni hljómgrunn í íslenskum rapplögum.

Þessi nýbreytni Egils fer misvel í fólk og má það sjá glögglega á innan femíníska Facebook-hópsins, Karlar að gera merkilega hluti. Þar er myndbandið gagnrýnt harðlega þó stutt sé í grínið. „Ekkert jafn fallegt og hlutgerving kvenna“ segir ein og bætir önnur við: „Er sorgmædd, ekki bara yfir fríking hlutgervingunni, heldur að svona drasl komi frá gaur sem var í einni af mínum uppáhaldshljómsveitum fyrir ca 127 árum síðan.” Sú þriðja gerir listamannsnafn rapparans sér að mati: „Ég þori varla að spyrja hvaðan nafnið „Tiny“ kemur“.

Salka Sól söngkona er ein þeirra sem gagnrýnir myndbandið og skrifar einfaldlega: „Edgy“. Þess má þó til gamans geta að Salka Sól söng hér um árið um rassa ásamt hljómsveit sinni Amabadama í laginu ,,Hossa hossa”, sem var eitt vinsælasta lag landsins árið 2014. Rétt er þó að taka fram að í því lagi var kyn eiganda rassanna hvergi tekið fram.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=nJfNwIG9wIo&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán birtir bikinímynd í tilefni 45 ára afmælis

Ásdís Rán birtir bikinímynd í tilefni 45 ára afmælis
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna

Taka fyrir umdeilt mataræði hjá stæltum áhrifavöldum – Segja ómenntaða „sérfræðinga“ orsaka óreiðuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir J.D. Vance harðlega vegna ummæla hans um barnlausar konur

Gagnrýnir J.D. Vance harðlega vegna ummæla hans um barnlausar konur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“