fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025

Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 19. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Dögg Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar hafa reynt að eignast barn í sex ár án árangurs. Eva hefur þrisvar sinnum orðið ólétt en hefur í öll skiptin misst fóstur og hefur það tekið gríðarlega á þau. Einn fallegan morgun árið 2015 vaknaði Eva og varð ljóst að hana langaði til þess að ættleiða barn og eru þau hjónin í því ferli núna.

Ég er með endómetríósu og pcos, polycystic ovary syndrome, og hef þurft að fara í eina aðgerð vegna þess. Við höfum reynt að eignast barn í sex ár og hef ég meðal annars farið á frjósemislyf en ekkert hefur gengið,

segir Eva og bætir því við að hún hafi alltaf elskað börn og eytt miklum tíma með þeim um ævina.

Ég passaði mikið þegar ég var í framhaldsskóla og hef einnig unnið sem leiðbeinandi barna í þriðja bekk.

Eva bar upp hugmyndina um ættleiðingu við eiginmann sinn en það tók hann örlítið lengri tíma að taka þessa ákvörðun.

Var óstöðvandi í að skoða ferlið

En ég gaf mig ekki og var eiginlega óstöðvandi í að skoða ættleiðingarferlið og afla mér upplýsinga. Ég ákvað þó að ræða þetta ekki við hann í nokkurn tíma og leyfa honum að koma með þetta til mín og einn góðan veðurdag var hann tilbúinn. Áður en við vissum af vorum við komin í viðtal hjá Íslenskri ættleiðingu og í kjölfarið fórum við að safna saman öllum pappírum sem við skiluðum svo inn í nóvember árið 2016. Nýlega fengum við viðtal við Barnavernd og erum að fara í viðtal þar í næstu viku og svo munum við fá reglulegar heimsóknir frá þeim og fara í viðtöl og einnig þurfum við að taka sálfræðipróf sem verður þýtt og sent út.

Eva og maðurinn hennar ákváðu að ættleiða barn frá Tékklandi og segir hún að ferlið taki allt frá tveimur og upp í fjögur ár.

 Það má því segja að þetta sé löng meðganga ef svo má að orði komast. Við eigum engin börn fyrir og því er þetta barn sem við verðum pöruð við mjög velkomið. Ferlið hefur verið algjör tilfinningarússíbani en við hugsum í lausnum og erum jákvæð með framhaldið. Við erum ekki mikið að vorkenna okkur fyrir að eiga ekki barn núna heldur reynum við að njóta þess að vera tvö á meðan við getum. En við erum afar heppin því við eigum nóg af yndislegum frændsystkinum sem koma nánast daglega í heimsókn eða pössun til okkar. En ég verð að segja að ég er svo spennt eftir því að fá símtalið stóra, þegar að því kemur, að ég get eiginlega ekki beðið.

Tjáir sig opinberlega á Snapchat

Eva segir að það hafi hjálpað þeim mikið að fá að fara á fundi og fyrirlestra hjá Íslenskri ættleiðingu sem og að fá að kíkja í heimsókn til fólks sem hefur ættleitt.

Eva tók ákvörðun um að opna sig um ættleiðingarferlið á Snapchat því henni finnst það hjálpa henni að ræða um það opinberlega.

Ég vona að það hjálpi öðrum líka og vonandi sjá fleiri að það er til svo mikið af góðum lausnum til þess að eignast barn og þetta er ein af þeim.

Hægt er að fylgjast með ættleiðingarferli Evu á Snapchat undir notandanafninu: evanadia

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“

United goðsögnin tók liðið af lífi – „Pund fyrir pund er þetta versta fótboltalið Englands“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“
433
Í gær

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt

Manchester United lýkur árinu í 14. sæti – Chelsea tapaði óvænt
Pressan
Í gær

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega

Muna ekki hvernig þau sluppu ein lifandi úr flugslysinu skelfilega