fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ragga nagli – „Ekkert er svart-hvítt. Ekki heldur heilsulífið“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að öfgar eru aldrei góðar.

Naglinn mætir upp á punkt og prik í ræktina.
Missir ekki úr æfingu. Lítur á hverja sem tækifæri til að verðar sterkari, gera betur og bæta tækni.

En stundum er kona bara þreytt. Grýtir vekjaraklukkunni í vegginn og snýr sér á hina hliðina.
Stundum er þjösnast í gegnum settin bara til að klára æfinguna.

Naglinn passar að borða allar sínar máltíðir sitjandi við borð með hnífapör á matmálstímum.
En stundum stendur maður með guðsgafflana eina að vopni og gúffar í sig beint úr ísskápnum um miðja nótt.

Naglinn drekkur 2-3 lítra af hreinu vatni á dag, sódavatn og grænt te.
En svolgrar stundum aspartamesýrðan bobluvökva úr plastflösku í tveimur sopum, jafnvel fleiri en eina í trekk… með tilheyrandi ropa á Richter kvarða.

Megnið af máltíðunum innihalda prótín, kolvetni og fitu. Gæðakjöt og fisk, grænmeti, gróft korn, kartöflur, haframjöl, egg,
En kókó pöffs, lakkrísreimar, súkkulaði, hamborgarar og hvítt brauð með smjöri læðast oft á kantinn.

Naglinn passar svefnrútínuna sína og fer að sofa ekki seinna en kl 22. Slekkur á tölvunni 1-2 klukkutíma fyrir svefn. Setur á flugstillingu áður en síminn fer inn í svefnherbergið.

En stundum er hangið yfir imbanum langt fram á rauða. Facebook skoðuð rétt fyrir svefninn. Instagramm póstur undan sænginni.

Naglinn þrífur oftast af sér andlitssparslið og tekur úr linsurnar.
En stundum nennir kona engu á kvöldin og vaknar eins og timbraður pandabjörn með límdar glyrnunar yfir þurrar linsur.

Naglinn gætir hófs í skammtastærðum. Einu sinni á diskinn í veislum. Nóg af grænmeti og salati.
Spyr sig „hvernig langar mig að líða eftir veisluna á líkama og sál.“

En stundum missir kona kontrólið og kúlið, fyllir vömbina upp að vélinda og borðar sig í algleymisástand með tilheyrandi magaverkjum.

Naglinn er ánægð með skrokkinn. Útlit hans og getu og gleðst yfir árangri og bætingum. Vigtar sig nánast aldrei og gefur skít í þá tölu.

En stundum mætir neikvæði Nonni í hausinn og hatast út í skrokkinn. Pirrast yfir skorti á styrk og getu og grenjar yfir nafladellum.

Í samfélagsmiðlahafi samtímans erum við alltaf að bera okkar veruleika saman við ídólíseraða glimmerstráða ímynd annarra.

Að aðrir séu með viljastyrk páfugls í makaleit. Lifi lífi Nepalmunks í sjálfsaga, meinlætalífi og hófsemi.

En sannleikurinn er að enginn er fullkominn. Ekki einu sinni allra hörðustu heilsumelir.

Þeir missa kontrólið og kúlið.
Borða sveittmeti og sykursósað.
Fá ljótuna. Fá átuna. Fá feituna.
Hleypa „Nennessuekki“ í heimsókn.

Ekkert er svart-hvítt. Ekki heldur heilsulífið.
Öfgar, í hvora áttina sem er, geta aldrei orðið lífsstíll.

Ekki berja þig niður þó þú skundir af brautinni, étir stundum yfir þig, sleppir æfingu eða íhugar fitusog í frústrasjón og vonleysi.

Það heitir víst að vera mannlegur.
Við erum sjö billjón samkvæmt síðustu talningu.

Þú gerir alveg nóg. Þú ert alveg nóg.

 

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024