Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup.
Ég rakst bara á þetta fyrir algjöra tilviljun, ég var að skoða göngugrind fyrir litlu stelpuna mína í Ólavíu og Oliver og ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera eitthvað djók!
segir Aldís í viðtali við Bleikt.is
Aldís ákvað í kjölfarið að gera sér ferð í Hagkaup til þess að athuga hvort hún hafði ekki örugglega rétt fyrir sér varðandi verðmuninn.
Ég fór þá í Hagkaup til þess að bera þetta saman og þetta er bara nákvæmlega sama dótið! Þetta er rosalegur verðmunur og fældi mig alveg frá, ég vissi ekki að það væri svona mikil álagning þarna.