Robinson, sem hetir réttu nafni Stephen Yaxley-Lennon, var hent út af Twitter í mars og undirskriftarsafnanir hafa staðið yfir á netinu til að þrýsta á fyrirtæki eins og PayPal um að hætta að sjá um peningafærslur til hans og frá honum. Mörg þúsund manns hafa skrifað undir þessar kröfur.
Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Robinson hafi notað PayPal til að taka við fjárframlögum vegna kostnaðar við dómsmál sem eru rekin gegn honum. Robinson sagði að ákvörðun PayPal væri byggð á „fasisma“ og sagði að fyrirtækinu „líki ekki við skoðanir hans og vilji þagga niður í honum“.
PayPal hefur áður útilokað ákveðna aðila frá því að nota greiðsluþjónustuna. Þar á meðal er hinn hægrisinnaði fréttavefur InfoWars.
Sky hefur eftir Robinson að PayPal hafi fryst innistæður á reikningi hans í 180 daga en um umtalsverða upphæð er að ræða að hans sögn.