Jóel Sæmundsson, hinn íslenski Hellisbúi, hefur nú fundið sér nýjan helli til að dvelja í og það ekki af verri kantinum, Ægisgarður á Eyjarslóð úti á Granda.
Þar mun hann á fimmtudögum segja okkur allt um muninn á konum og körlum í hinum vinsæla gamanleik sem slegið hefur í gegn hér heima og erlendis.
Sýningin sló í gegn síðastliðinn vetur og ný og uppfærð leikgerð lagðist vel í áhorfendur. Í ágúst var ensk útgáfa af sýningunni sýnd í Las Vegas, en þar hefur sýningin í sýningu á vegum Theater Mogul verið frá 2006.
Hellisbúinn er einn vinsælasti gamanleikur heims og er sýndur í fjölda landa á hverjum tíma. Sýningin í Las Vegas er sýnd 362 daga á ári er hefur bæði náð í heimsmetabók Guinnes og er sú Broadway sýning sem hefur hvað lengst gengið samfleytt í sögu Las Vegas.
Framleiðandi sýningarinnar, Leikhúsmógúllinn/Theater Mogul, er stærsta fyrirtæki landsins á sviði leikhúsframleiðslu. Félagið var stofnað árið 2000 utan um framleiðslurétt á Hellisbúanum en félagið á heimsréttinn af sýningunni í dag. Telja má líklegt að ekkert eitt íslenskt fyrirtæki hafi haft starfsemi í fleiri löndum, en Theater Mogul hefur nú þegar komið að framleiðslu sýninga í yfir 50 löndum á yfir 27 tungumálum.
Myndirnar eru teknar á fyrstu sýningu Hellisbúans í Ægisgarði og eins og sést skemmtu gestir sér konunglega.