fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ásdís Halla varð ástfangin af hálfbróður sínum: Hafði djúpstæð áhrif á hjónabandið – Opnar sig í nýrri bók

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Halla Bragadóttir lenti í miklum tilfinningalegum hvirfilbyl í kjölfar þess að hún komst að því hver blóðfaðir hennar væri. Hún lýsir þessu á tilfinningaríkan máta í bókinni Hornauga. Bókin er framhald af bókinni Tvísaga sem kom út fyrir tveimur árum. Vakti sú bók mikla athygli og hlaut jákvæðar viðtökur svo ekki sé kveðið fastar að orði. Í nýrri bók Ásdísar Höllu, Hornauga opnar Ásdís Halla sig upp á gátt. Eins og fyrri bók Ásdísar mun Hornauga án efa vera sú bók sem á eftir að vekja hvað mesta athygli í jólabókaflóðinu. Bókin sjálf er feykivel skrifuð og sagan sem Ásdís rekur er falleg, átakanleg og sorgleg. Þetta er saga af leit af uppruna og afleiðingar þess, jákvæðar og neikvæðar að finna sjálfan sig. Aldrei hefur verið skrifuð bók eins og Hornauga á Íslandi og mun sagan líklega raða sér í efstu sæti á metsölulistum og hlaða á sig stjörnum rétt eins og Ásdís gerði í fyrra verki sínu. En að bókinni sjálfri:

Í Hornauga sem var að koma úr prentsmiðjunni talar Ásdís Halla, athafnakona og fyrrum bæjarstjóri Garðabæjar, á mjög opinskáan hátt um tilfinningar sínar og segir meðal annars frá því hvernig hún fann fyrir kenndum í garð hálfbróður síns eftir að hafa fundið fjölskyldu sína. Hálfbróðir hennar virðist einnig hafa orðið hrifin af Ásdísi. Um er að ræða fyrirbæri sem hún kallar genahrifning, sem er þekkt en umdeild kenning um hrifningu sem á sér stað þegar systkin eða hálfsystkin alast upp sitt í hvoru lagi og hittast fyrst á fullorðinsaldri. Laðaðist hún bæði tilfinningalega og kynferðislega að hálf bróður sínum og tók það mjög á samband hennar og eiginmannsins, Aðalsteins.

Í bókinni lýsir hún vangaveltum sínum, líðan og hugsunum sem fylgdu eftir að hún hitti hálfbróður sinn í fyrsta sinn, voru þau bæði orðin fullorðin og hún gift með börn. Rekur hún dæmi úr Biblíunni, sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og mannkynssögunni þar sem systkin eða hálfsystkin hrífast af hvort öðru. Notar hún þessi dæmi til að útskýra eða afsaka tilfinningar sínar í garð hálfbróðurs síns.

„…til að setja það sem gerðist á milli okkar í stærra samhengi, ekki síst fyrir mig sjálfa því að ég finn til svo hræðilegra fordóma innra með mér gagnvart þeim sterku kenndum sem ég fann í hans garð. Tilfinningarnar voru mér svo þungbærar að ég gat varla horfst í augu við sjálfa mig, ég grét í einrúmi og skildi ekki hvað var að gerast.“

Hún lýsir fyrstu kynnum þeirra sem sakleysislegum en spenna var í loftinu og hún fann fyrir kenndum í hans garð. Í nokkrar vikur velti hún fyrir sér hvort þráin eftir snertingu væri gagnkvæm.

Hrifning vegna þess að þau voru skyld

Ásdís Halla leitaði að afsökunum en átti erfitt með að finna þær. „Ekki gat ég falið mig á bak við það að ég vissi ekki af skyldleikanum – hann lá fyrir með niðurstöðu DNA-prófs. Sannarlega vorum við ekki af slíkum aðalsættum að æskilegt væri að við felldum hugi saman og ég gat ekki skýlt mér á bak við það að vera drukkin eða undir áhrifum vímuefna.“ Hún glímdi heldur ekki við neina geðsjúkdóma og var heldur ekki í óhamingjusömu hjónabandi.

„Engu að síður kviknuðu kenndir eða þrár í garð hálfbróður míns sem lýsa má sem einhvers konar áfalli við það að sjá sjálfa mig í öðrum einstaklingi í fyrsta sinn. Án þess að vera sérfræðingur í neinu öðru en eigin upplifun leyfi ég mér að segja að það sem átti sér stað gerðist ekki þrátt fyrir að við værum náskyld heldur vegna þess að við vorum náskyld.“

Hún lýsir því hvernig hún hversu upptekin hún var af því að eiga samskipti við hálfbróður sinn.

„Ég hafði mig til áður en ég hitti hann, keypti ný föt og naglalakk, málaði mig og notaði ilmvatn. Barnaleg eftirvænting einkenndi fasið. Ég viðurkenndi varla fyrir sjálfri mér hversu spennt ég var og reyndi annað slagið að telja mér trú um að þetta gæti ekki gengið. Eða hvað? Hugsanirnar fóru í hringi. Gat þetta gengið eða ekki? Gat ég látið það eftir mér að upplifa þá líkamlegu snertingu við spegilmynd mína sem ég þráði svo heitt?“

Ásdís vonaðist til að tilfinningarnar gengju hratt yfir en þegar þær gerðu það ekki ræddi hún líðan sína við Aðalstein, eiginmann sinn. Hún kveið samtalinu og undirbjó sig með því leita að fræðigreinum um hrifningu hálfsystkina. „Ég var ekki búin að leita lengi þegar ég fann greinar um fyrirbæri sem kallast Genetic sexual attraction og mætti nefna á íslensku genetíska kynferðislega hrifningu, eða einfaldlega genahrifningu.“

Ásdís Halla leitaði að lokum til ráðgjafar vegna þeirrar stöðu sem upp var komin en fannst hann ekki geta aðstoðað hana.

Bókin Hornauga er nýkomin út og fæst í bókabúðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“