fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Helgi hætti í megrun og missti 15 kíló

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Jean Claessen náði að umbylta lífi sínu með því að gjörbreyta viðhorfi sínu til sjálfs síns og matar.

„Ég var í þessum klassísku jó-jó megrunum skiptist á að vera grannur og feitur – og í eilífu stríði við aukakílóin.“

Helgi stendur fyrir ráðstefnunni Bara það besta nú um helgina en í samtali við DV kveðst hann hafa verið komin á endastöð og áttaði sig á að hann yrði að grípa til róttækra aðgerða. Botninn var fundinn.

„Ég horfði á mig í speglinum með bumbu, kollvik og bauga – og hugsaði að mig langaði ekki lengur að vera þessi gæi.“

Helgi segist hafa þurft að gera eitthvað allt annað en að setja sér enn eitt markmiðið um fituprósentu, telja kalóríur og finna æfingaplan. Sú aðferð hafi verið fullreynd.

„Ég vildi alltaf missa öllu fituprósentin á mánuði og klára þetta af. Borða hreint skyr, hreyfa mig eins og óður maður og láta mig hafa svengdina. Þá myndi ég verða ánægður. Sú aðferð hætti bara að virka.“

Lykilatriðið í lífstílsbreytingunni var að hugsa betur um sjálfan sig, taka ákvörðun um að lifa heilbrigðum lífsstíl og segja skilið við átökin.

„Ótrúlegustu hlutir byrjuðu að gerast þegar ég tók þessa ákvörðun. Mataræðið varð hreint, svefninn minn lagaðist, mér leið betur andlega og hafði meira sjálfstraust. Með þessu breytta hugarfari – datt síðan niður löngunin til að fá mér áfengi. Ég fór í pásu sem stendur enn þann dag í dag – og er eitt mesta heillaskref sem ég hef tekið.“

Þrátt fyrir að hafa verið að fá sér bjór mest um helgar kveðst Helgi ekki hafa áttað sig á því hversu mikil áhrif það hefði í raun og veru.

„Eftir að hafa verið hættur að drekka í þrjá mánuði – fannst mér ég skyndilega losna undan áfengisullarteppi sem hafði legið yfir mér. Ég hefði ekki trúað því hvað ein til tvær kippur af bjór yfir helgar getur haft mikil ósýnileg áhrif.“

Líf Helga er umbreytt frá því að hann tók sig til og breytti öllu árið 2013. Hann upplifi mun meiri vellíðan og sjálfstraust sem skili sér í öllu sem hann gerir.

„Ég einfaldlega setti mína eigin vellíðan í fyrsta sæti – og þá fylgja allir aðrir hlutir með. Það þarf vilja, auðmýkt og berskjöldun.“

Helgi hélt ráðstefnuna Bara það besta í janúar – en sökum þess að það varð uppselt – afréð hann að halda aðra – og segir stefna í að verða fullt aftur.

„Ég vil hjálpa fólki að sjá það sama og ég. Lífið getur verið svo yndislegt ef maður bara leyfir því.“

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“