fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Þorsteinn genginn út: Með Rós í San Francisco

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og núverandi forstjóri Teatime, birti mynd af sér ásamt nýju ástinni, Rós Kristjánsdóttur, nú rétt fyrir jól þar sem hann lýsir yfir tilhlökkun og bjartsýni gagnvart komandi tímum. Plain Vanilla vakti athygli fyrir mikla velgengni á skömmum tíma með spurningaleikjasmáforritinu Quiz up, en með tímanum fækkaði spilurum og var fyrirtækið keypt af fjárfestingarfyrirtækinu Glu Mobile árið 2016. Yfir nýja fyrirtækinu ríkir nokkur dulúð en eina sem hefur verið staðfest er að það sé að þróa nýja tegund farsímaleikja. Fyrir skömmu náðust samningar milli Teatime og fjárfestingarsjóðsins Index Ventures upp á 200 milljónir íslenskra króna.

Rós stundar núna gullsmíði við Tækniskólann en hún hefur í nokkur ár starfað sem fyrirsæta samhliða námi og prýðir hún einmitt forsíðu nýjasta eintaks tímaritsins Reykjavík Fashion and Design. Ekki er langt síðan Þorsteinn lenti á lista yfir heitustu piparsveinana hjá Vísi en það entist skammt og virðist hann alsáttur við það hlutskipti.

Vinnu sinnar vegna þarf Þorsteinn að vera mikið á flakki erlendis og hefur Rós slegist með í för með honum og er honum vafalaust kærkominn félagsskapur. Þau eru núna stödd í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna