fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Smákökur Snærósar: Hverfa um leið – Sjáðu uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 11:40

Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og verkefnastjóri á RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem er svo skemmtilegt við þessar kökur er hvað uppskriftin er í raun sveigjanleg. Það er hægt að hafa kökurnar algjörlega eftir sínu höfði,“ segir Snærós Sindradóttir, fjölmiðlakona og verkefnastjóri RÚV núll. Hún er byrjuð snemma á jólabakstrinum í ár enda hefur hún nægan tíma í fæðingarorlofi.

„Ég veit ekki alveg hvern ég er að plata með því að nota orlofið sem afsökun fyrir því hvað ég er snemma í því í ár. Staðreyndin er sú að ég byrja alltaf snemma að baka þessar kökur og baka svo um það bil fjóra til sex skammta fyrir hver jól. Þær eru bara svo sjúklega góðar og klárast strax.“

Ein plata fyrir eiginmanninn

Snærós segir lykilatriði að hræra í deigið og geyma það svo í ísskáp. Hægt sé að skera bút af deiginu hverju sinni og baka til dæmis eina plötu í einu, en geyma afganginn af deiginu áfram í ísskápnum. Varðandi sveigjanleika uppskriftarinnar segir Snærós að leyndarmálið sé að eitt hráefnið megi vera algjörlega breytilegt.

„Þetta eru í grunninn súkkulaðibitakökur með dökku og hvítu súkkulaði. Eftir að ég byrjaði að baka þessar kökur fór ég þó fljótlega að skipta hvíta súkkulaðinu út fyrir ýmislegt annað. Ég hef ýmist notað heslihnetur, hnetublöndu, karamellukurl, Daim eða marglitað Smarties fyrir krakkana og þær eru alltaf jafn góðar. Mér finnst best að baka þær ekki of lengi, svo þær séu lungamjúkar, en manninum mínum finnst betra þegar ég ofbaka þær pínulítið svo þær séu alveg stökkar. Ég set því oft tvær plötur inn í ofn og tek mína út fyrr en skil hans eftir inni svolítið lengur.“

Vel hægt að hefna sín með smákökum

Snærós stendur þó ekki bara við bakaraofninn í fæðingarorlofinu.

„Ég er nýbúin að hleypa af stokkunum verkefni sem skaut upp í kollinn á mér fyrir stuttu. Ég er að leita að sögum úr íslenskum samtíma af hefnd. Hefnd er svo ótrúlega áhugaverður drifkraftur sem fáir þora að tala um og ég finn alveg að þetta vekur smá skömm hjá mörgum. Ætli það séu samt ekki einhverjir sem hafa hefnt sín með smákökum? Eða að minnsta kosti með matseld. Eitt frægasta hefndaratriði íslenskrar kvikmyndasögu var nú þegar Stuðmenn settu laxerolíu í kokteilsósu Grýlanna. Ég lofa að það er engin laxerolía í smákökunum mínum,“ segir hún og skellihlær en áhugasamir geta kynnt sér hefndarverkefnið með því að smella hér.

Enginn frammistöðukvíði á jólum

Þetta eru þó ekki einu smákökurnar sem Snærós ætlar að baka fyrir jólin.

„Ég stefni á að prófa að baka sörur í fyrsta skipti. Svo geri ég lakkrístoppa, piparkökur og hnetusmjörskökur. Það má samt aldrei ríkja neitt stress eða frammistöðukvíði á jólunum. En ég forgangsraða bakstri algjörlega fram yfir jólahreingerninguna. Það er svo augljóst hvort færir manni meiri gleði.“

Snærós var svo indæl að deila uppskriftinni að fyrrnefndum sveigjanlegu smákökum með lesendum matarvefsins og þökkum við henni kærlega fyrir það.

Girnilegar smákökur.

Sveigjanlegar smákökur

Hráefni:

2 egg
230 g smjör, kalt
400 g sykur
3 tsk. vanillusykur
320 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
salt á hnífsoddi
150 g suðusúkkulaði
150 g hvítt súkkulaði/hnetur/karamellukurl/Daim/Smarties/Hvað sem þér dettur í hug

Aðferð:

Öllu blandað saman í hrærivél. Deiginu rúllað inn í bökunarpappír og geymt í kæli í a.m.k. klukkustund. Deigið geymist vel í nokkra daga. Deigið tekið úr kæli og bútað niður. Hverjum bút rúllað í langa rúllu sem er um það bil 3 sentímetrar í þvermál. Því næst er rúllan skorin í um það bil 1sm breiða bita og sett á bökunarpappír. Athugið að kökurnar dreifa vel úr sér. Kökurnar bakaðar við 180°C þar til þær eru orðnar fallegar á litinn. Því ljósari sem þær eru því mýkri, og öfugt. Ljósgylltar eru þær bestar, stökkar að utan en mjúkar að innan. Það er ekkert mál að tvöfalda þessa uppskrift.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum