fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Við berum í bætifláka fyrir hana ömmu

Orðabanki Birtu

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bætifláki er skrítið og skemmtilegt orð sem enn er töluvert mikil notað í tungumáli okkar. Að bera í bætifláka fyrir einhvern eða eitthvað þýðir að afsaka eða biðjast vægðar, mæla því bót eða reyna að tala það upp.

Óvíst er hvað orðið bætifláki merkir en samkvæmt Árnastofnun er hugsanlegt að það tákni græðireit, eða landskika sem borið er á til að rækta upp; sbr. að bera í vænginn, bera skarn í vanginn fyrir einhvern. Orðið er aðeins notað í samhenginu við afsökun en fláki merkir flatt, eða hallandi landsvæði og er notað með ýmsum forskeytum, t.d. skógar-fláki eða heiðar-fláki.

Samheiti:

Afbötun, afsökun, forlát, fyrirgefning, aflát, syndafyrirgefning, málsbót, bót, réttlæting, velvirðing.

Orðið bætifláki í setningarsamhengi

„Vinkona ekkjunnar ber ein í bætifláka fyrir hann, en hún ber í bætifláka fyrir alla, dauða og lifandi, svo enginn tekur mark á því.“

-Elías Elíasson, Tímarit Máls og menningar 1966.

„Jihad er stundum þýtt sem heilagt stríð og skylda allra múslíma að verja og breiða út íslam með öllum tiltækum ráðum og þar með talið sverðinu. Þeir, sem í sífellu reyna að bera í bætifláka fyrir íslam, segja að jihad þýði í raun innri barátta múslíma til þess að verða betri múslímar, þ.e. að fylgja betur fordæmi Múhameðs og Kóransins.“

-Valdimar H. Jóhannesson, Þjóðmál 2014

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“