fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Tón­leik­um Ju­das Priest af­lýst

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að af­lýsa tónleikum Ju­das Priest sem áttu að fara fram 24. janú­ar í Laug­ar­dals­höll.

„Okk­ur þykir það virki­lega sárt að til­kynna að tón­leik­um Ju­das Priest í Laug­ar­dals­höll 24 janú­ar hef­ur verið af­lýst. Vegna óviðráðan­legra aðstæðna er ekki hægt að halda tón­leik­ana og hef­ur hljóm­sveit­in verið lát­in vita af þessu. Skilj­an­lega eru strák­arn­ir í Ju­das Priest leiðir yfir því að geta ekki haldið tón­leika á Íslandi og von­ast til þess að í framtíðinni geti þeir komið og spilað fyr­ir aðdá­end­ur sína á Íslandi. Ástæður fyr­ir að tón­leik­un­um er af­lýst er eitt­hvað sem hljóm­sveit­armeðlim­ir réðu eng­an veg­inn yfir. Okk­ur þykir þetta mjög leitt og þökk­um öll­um aðdá­end­um fyr­ir skiln­ing og þol­in­mæðina,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um tón­leik­anna.

Fram kem­ur, að all­ir miðakaup­end­ur fái fulla end­ur­greiðslu. Í til­kynn­ing­unni seg­ir „ef þú greidd­ir með kred­it­korti er sjálf­krafa greitt til baka inn á kortið sem greitt var með en ef þú greidd­ir með de­bet­korti eða greiðslu­öpp­un­um Aur eða Kass þarftu að senda reikn­ings­upp­lýs­ing­ar á net­fangið info@tix.is svo við get­um end­ur­greitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart