fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

KOLLHRIF hlutu vinninginn á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdir hafa verið fimm vinningshafar í samkeppni The Nordics um hönnun sjálfbærra stóla. Stóll Sölva Kristjánssonar „KOLLHRIF“ er einn þeirra. Vinningshafar fá sérstaka kynningu í norræna skálanum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP24) í desember með það fyrir augum að ýta undir sjálfbæra nálgun við hönnun í tengslum við umræðu um loftslagsmál.

The Nordics, ímyndarverkefni Norræna ráðherraráðsins, tók höndum saman við hönnunarstofnanir á Norðurlöndum um keppni í hönnun á sjálfbærum stólum. Markmiðið er að auka meðvitund um mikilvægi sjálfbærrar hönnunar þegar kemur að loftslagsmálum. Dómnefndir á Norðurlöndum hafa nú valið fimm vinningshafa, hvern frá sínu landi.

Vinningshafarnir eru: Nikolaj Thrane Carlsen frá Danmörku með stólinn „The Coastal Furniture“, Peter Opsvik frá Noregi með „HÅG Capisco“, David Ericsson frá Svíþjóð með „Petite“, Sölvi Kristjánsson frá Íslandi með „KOLLHRIF“, og Samuli Naamanka frá Finnlandi með stólinn „Clash 331“.

Stóllinn „KOLLHRIF“ er hönnunarverk Sölva Kristjánssonar og Portland og framleiddur af  Málmsteypunni Hellu og Portlandi. Í umsögn dómnefndar um framlag Íslands er stóllinn sagður jafnt nýstárlegur og umhverfisvænn og þar með gott dæmi um sjálfbæra hönnun. Stóllinn er búinn til úr endurunnu áli um 14.400 bikara undan sprittkertum og úr korki. „Smíðaefnið er mjög umhverfisvænt og bikurunum safnað til að auka vitund um endurvinnslu áls á Íslandi. Hönnunin snýst því ekki bara um útlitið heldur tekur einnig mið af áhrifum á umhverfið, notkun endurnýtanlegra efna og notagildi.“

„Við erum náttúrlega himinlifandi yfir því að vera í hópi verðlaunahafa Sustainable Chairs samkeppni The Nordics. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu sem þessa fyrir störf okkar og skemmtilegt hversu vel grunnhugsun okkar og áherslur varðandi endurvinnslu falla að uppleggi samkeppninnar um ábyrga hönnun. Auk endurvinnslu er áherslan annars á notagildi, en stóllinn er hannaður fyrir fólk með mikla hreyfiþörf og þjálfar jafnvægi og styður við rétta setstöðu. Bæði er hægt að nota hann uppréttan sem sæti og loka honum og nýta þá sem gólfsessu,“ segir Sölvi Kristjánsson, hönnuður hjá hönnunarstofunni Portland:

„Í sönnum anda lýðræðis höfum við leitað til allra norrænna hönnuða um þátttöku í keppninni, ekki bara þekktra fyrirtækja og framleiðenda. Vinningsstólarnir fimm bera norrænni hönnun vitni, kynna hana þjóðarleiðtogum og undirstrika hversu mikilvægt hlutverk hönnun getur leikið við að ná sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Stólarnir setja ný viðmið í sjálfbærri norrænni hönnun. Vinningshafarnir hafa náð að sameina fegurð og sérstöðu norrænnar hönnunar og sjálfbæra hugsun. Stólarnir sýna hvernig norræn hönnun getur aðstoðað við lausn flókinna loftslagsvandamála, og kveikja vonandi frekari umræður um tækifæri tengd sjálfbærri norrænni hönnun,“ segir Tobias Grut, markaðsstjóri The Nordics.

Stólarnir sem unnu verða sendir á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP24) í Katowice í Póllandi og verða þar hluti af sýningu um sjálfbærni í norræna skálanum. Þar fá þeir góða kynningu enda er búist við að yfir 30.000 manns sæki ráðstefnuna.

Samstarfsaðilar sem tóku þátt í að kynna samkeppnina, hvetja þátttakendur og dæma framlög eru DOGA í Noregi, Danska hönnunarmiðstöðin, Hönnunarmiðstöð Íslands, Ornamo í Finnlandi og Svensk Form í Svíþjóð.

Mat dómnefnda á öðrum vinningstillögum:

„Coastal Furniture“ stóllinn danski, hannaður af Nikolaj Thrane Carlsen, er með áherslu á sjálfbæra nálgun um leið og fönguð er fagurfræði og einstök áferð sjávarþangs. Kveikjan að hugmyndinni eru þangi klædd þök húsa í Læsø í Danmörku, en skel stólsins er búin til úr 100% lífbrjótanlegu samþættu efni úr þangi. Dómnefndin leggur áherslu á einstaka nálgun hönnuða stólsins með því að nota á alveg nýjan máta náttúruleg efni sem finna má við danskar strendur og á úthugsaða mótun sætis stólsins.

Finnski stóllinn „Clash 331“ er hannaður af Samuli Naamanka og framleiddur af „Naamanka“. Um er að ræða tímalausa hönnun og notagildi, þar sem fætur stólsins eru úr vottuðum finnskum viði og krossviði með finnskri spónlögn. Finnska dómnefndin leggur áherslu á fagra og sterkbyggða hönnun stólsins sem lengir líftíma hans og byggingarefni sem einvörðungu eru búin til í Lahti í Finnlandi.

„HÅG Capisco“ stóllinn er hannaður af Peter Opsvik og framleiddur af „HÅG/Flokk“. Í allri hönnun HÅG Capisco er heildræn líftímasýn og hringrás höfð til hliðsjónar með tilliti til umhverfisins. Stóllinn er sterkbyggður, gera má við hann og auðvelt að taka hann í sundur. Hann er búin til úr endurvinnanlegum efnum, þar af endurunnar neytendaplastvörur að hálfu, og hann er fyrsti skrifstofustóllinn til að fá svansvottun. Dómnefndin vekur sérstaka athygli á því að í þau 30 ár sem liðin eru frá fyrstu hönnun hafi stóllinn tekið stöðugum endurbótum eftir ábendingum notenda.

HÅG Capisco 8106, Black footbase, textile: Remix 183

Sænski stóllinn „Petite“ er hannaður af David Ericsson og framleiddur af „Gärsnäs“. Verandi bara 2,5 kíló er stóllinn sérlega spar á byggingarefni og sjálfbær, jafnt í framleiðsluferli og flutningi. Dómnefndin bendir á að stóllinn reyni á mörk hins mögulega, bæði frá sjónarmiði hönnunar og tækni. Og þar sem hann sé gerður úr harðviði þá sé kolefnisfótspor hann smátt. Stóllinn er að fullu endurvinnanlegur og auðvelt er að fjarlægja viðarskrúfurnar fjórar sem halda aftari stólfótunum.

The Nordics

The Nordics er sameiginlegt ímyndarverkefni Álandseyja, Danmerkur, Færeyja, Finnlands, Grænlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Um er að ræða samnorrænt framtak Norrænu ráðherranefndarinnar til alþjóðlegrar kynningar á Norðurlöndunum þar sem búið er til einkennandi vörumerki fyrir norrænu löndin, The Nordics. Dregin verði fram áhrif norrænnar hugsunar, hvernig norræn gildi virki óháð landamærum, menningarheimum og kynslóðum. Í yfirlýsingu Norræna ráðherraráðsins um framtíð samstarfsins, „Saman erum við öflugri“, eru Norðurlönd auðkennd sem nýskapandi svæði, sýnileg og framsýn. Það eru gildin sem eru auðkennandi fyrir samstarfið. Nánar má fræðast um átaksverkefnið The Nordics hér: https://thenordics.com/about​

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“