fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Heimili úr þekktum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum til sölu – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eru heimili sögupersóna mikilvægur hluti af heildinni, hver man til dæmis ekki eftir íbúð Monicu og Rachel í Friends?

Þessi heimili úr þekktum kvikmyndum og þáttum eru nú á sölu og heppinn aðdáandi gæti nælt sér í fasteign drauma sinna.

American Horror Story: Ertu til í að búa í morðingjabæli? Rosenheim höllin var í fyrstu þáttaröð AHS, en eigendur hússins, sem er í Kaliforníu, stríða við eigin martröð því þau standa í málaferlum við fasteignasalann sem seldi þeim árið 2014. Eigendur keyptu húsið á 3,2 milljónir dollara og bera því við að þau séu undir átroðningi og ónæði hundruða aðdáenda þáttanna alla daga, sem reyna að komast inn í húsið og taka myndir í garðinum.

The Beverly Hillbillies: Höllin sem var notuð í útitökur fyrir heimili Clampett fjölskyldunnar í vinsællri þáttaröð CBS á árunum 1962-1971 var nýlega skráð sem dýrasta húsið sem var á sölu í Bandaríkjunum. Höllin í Bel Air í Los Angeles, Kaliforníu, er með verðmiða upp á 245 milljónir dollara.

10 Things I Hate About You: Húsið í Tacoma, Washington, er fimm svefnherbergja og var sett á sölu í mars 2018 fyrir 1,6 milljónir dollara.

Bladerunner: Þetta einstaka hús, í Los Feliz í Kaliforníu, hefur verið á hvíta tjaldinu í yfir 80 skipti, meðal annars í Bladerunner, sem skartaði Harrison Ford í aðalhlutverkinu.
Ennis húsið sem hannað var af hinum goðsagnakennda arkitekt Frank Lloyd Wright, inniheldur meðal annars fjögur svefnherbergi og þrjú baðherbergi og fvar sett á markað í júlí 2018 með verðmiða upp á 23 milljónir dollara.

Call Me By Your Name: Gullfallega villain á Ítalíu sem var heimili Elio Perlman, leikinn af Timothee Chalamet, og fjölskyldu hans í Óskarstilnefndu myndinni, var sett á sölu í febrúar 2018 fyrir 2,15 milljónir dollara.

Harry Potter: Dursley heimilið, í Berkshire í Englandi, þar sem galdramaðurinn frægi bjó í skáp undir stiganum, var sett á sölu í september 2016 fyrir 619 þúsund dollara. Draumaheimili allra aðdáenda.

Twilight: Dean Koenig var eigandi hússins í 16 ár, en húsið sem staðsett er í St. Helens í Oregon, var í Twilight myndunum heimili Bella Swan, leikin af Kristen Stewart, og föður hennar. Í ágúst 2018 ákvað Koenig að selja og vonast hann til að einhver aðdáandi myndanna kaupi eignina fyrir uppsett verð, 350 þúsund dollara.
„Ef þú ert aðdáandi þá er þetta kjörið tækifæri til að tengjast kvikmyndunum á veraldlegan hátt. Leikarar eldast, þeir breytast og taka að sér önnur hlutverk. Húsið verður alltaf eins og þú sérð það í myndunum. Þannig að þegar fólk kemur hingað þá getur það alltaf tengt við þann heim og sá heimur verður mun raunverulegri.“

A Star is Born: Heimili Jackson Maine, leikinn af Bradley Cooper, sem staðsett er í Calabasas í Kalforníu, fór á sölu árið 2017 fyrir 2.495 milljónir og seldist á því verði. Cooper tók myndina upp í húsinu meðan það var á sölu og milli eigenda/íbúa. Húsið er fjögurra herbergja, með stúdíó og bakgarði sem er tilvalinn til að njóta náttúrunnar í góðum félagsskap.

The Holiday: Hjartasár og húsaskipti þurfti ekki til að festa kaup á húsinu í Kaliforníu, sem var heimili Cameron Diaz. Húsið fór á sölu í maí 2018 fyrir 11,8 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað