fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Margir minnast Jóhanns – Vinir, samstarfsmenn, aðdáendur og helstu fjölmiðlar heims

Jóhann féll frá aðeins 48 ára að aldri

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 10. febrúar 2018 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Jóhannsson tónskáld lést í gær, föstudaginn 9. febrúar, í Berlín. Jóhann var í fremstu röð sem kvikmyndatónskáld síðustu ár, virtur og velliðinn. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, BAFTA og Grammyverðlauna fyrir tónlist sína og hlaut Golden Globe verðlaun fyrir The Theory of Everything árið 2015.

Fjölmargir vina, samstarfsmanna og aðdáenda Jóhanns minnast hans með hlýhug og virðingu á samfélagsmiðlum í dag. „Einstaklega hæfileikaríkur og virkilega góður maður hefur kvatt okkur of snemma. Samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, vina og samstarfsmanna. Frábær tónlist hans og minning mun lifa áfram, “ skrifar Ragnar Bragason leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi í minningu Jóhanns.

Ragnar Bragason
Ragnar Bragason

Páll Óskar söngvari skrifar: „Elsku Jói. Takk fyrir þína ómetanlegu samfylgd, öll þín listaverk og alla þína snilligáfu. Haltu áfram að vera fallegur þarna hinum megin. Þinn, Palli.“

Páll Óskar Hjálmtýsson
Páll Óskar Hjálmtýsson Páll Óskar Hjálmtýsson

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Sorgarfréttir. Eins og flestir Íslendingar fylgdist ég stolt með verkum Jóhanns Jóhannssonar, afrekum hans og velgengni. Foreldrum hans, dóttur og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans,“ skrifar Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ritar: „Þetta er harmafregn. Ég er orðlaus og á satt best að segja erfitt með að trúa þessu. Tónlistin og tónlistarlífið hefur sannarlega misst mikið, að ógleymdum fjölskyldu og vinum. Votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð.“

Dagur B.Eggertsson
Dagur B.Eggertsson

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar: „Hvíldu í friði, kæri Jóhann Jóhannsson, ég get ekki náð þessum fréttum. Þakka þér fyrir að vera svo hlý og ósvikin manneskja, frábær, djúp og falleg.“

Kollegi Jóhanns, tónskáldið Ólafur Arnalds, segir í twitterfærslu að Jóhann hafi verið einn allra fremsti listamaður samtímans og hafi haft mikil áhrif á hann.

https://platform.twitter.com/widgets.js

Þá hafa margir helstu fjölmiðlar heims greint frá andláti Jóhanns. Meðal annars Variety, Rolling Stone, og Pitchfork, svo á einhverja sé minnst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“