fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024

Börn sett á biðlista hjá dagforeldri fyrir fæðingu: „Þetta er algjör geðveiki“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 8. febrúar 2018 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla hér á landi hefur hingað til yfirleitt verið brúað með aðkomu dagforeldra. Nú er svo komið að foreldrar ungra barna eru í miklum vandræðum þar sem mikill skortur virðist vera á plássi fyrir börnin og sitja því foreldrar eftir heima launalaus með engar lausnir.

Mikil samkeppni er á milli foreldra að ná þeim einstaka lausu plássum sem losna hjá dagforeldri og hefur fólk brugðið á hin ýmsu ráð.

Foreldrar eru farnir að hringja og setja barnið á biðlista áður en það er komið í heiminn og hringja foreldrar svo reglulega til þess að minna á sig.

Endalausir biðlistar

Kona sem ekki treystir sér til þess að koma fram undir nafni hafði samband við blaðamann og vildi greina frá þeim vandræðum sem hún lenti nýlega í.

Þetta byrjaði á því að ég sá dagmömmu auglýsa í dag laus pláss hjá sér eftir nokkurra ára pásu, við erum á endalausum biðlistum þannig að við fylgjumst stíft með öllu. Ég sendi henni strax skilaboð um að mig vantaði pláss fyrir tíu mánaða gamlan son minn og svaraði hún mér stuttu seinna,

segir hún í samtali við Bleikt.is

Þetta var nú nokkurn veginn neglt bara en ég vildi að sjálfsögðu fá að hitta hana og skoða aðstæður, þannig að við mæltum okkur mót daginn eftir. Hún tók það þó fram að hún væri ekki komin með leyfis pappírana í hendurnar en þeir væru væntanlegir á næstu dögum.

Sóttu um áður en barnið fæddist

Fjölskyldan var í skýjunum, loksins búin að fá viðtal við dagforeldri eftir margra mánaða bið en þau eru einmitt ein af þeim sem sóttu um áður en barnið fæddist.

Núna eftir klukkan ellefu í kvöld þá sendir hún mér skilaboð um að öll plássin séu orðin full því að fólk var að taka plássin án þess að hitta hana og borgaði henni fyrir!

Engin úrræði fyrir fólk

Segist hún augljóslega vera mjög pirruð og ekki trúa því að fólk sé það ruglað að senda barnið sitt til dagmóður sem það hefur ekki hitt.

Einmitt núna er ég fegin að sonur minn sé ekki að fara til hennar því ég treysti ekki alveg svona manneskju, því ekki hefði munað sólarhring á greiðslu hefði mér litist vel á hana. Hún sagði það ekki persónulega en ég reikna með því að fólk sé að borga aukalega fyrir að taka sig að. Mér líður eins og það hafi verið brotið á mér, ég sem lág launa manneskja sem er föst heima í veikindaleyfi með 80% af 160 þúsund krónu fæðingarorlofi vegna fæðingarþunglyndis gæti aldrei mútað dagforeldri svona. Ekki það að ég myndi aldrei gera það en ég vill koma þessu á framfæri því þetta er orðin algjör geðveiki og það eru engin úrræði fyrir okkur hin!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“

Dómari lét færa nemanda í fangabúning og járn eftir að hún sofnaði í vettvangsferð – „Það voru stælarnir í henni og framkoman sem fóru í mig“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona endar enska úrvalsdeildin að mati Alan Shearer – Nokkur lið sem verða fyrir vonbrigðum

Svona endar enska úrvalsdeildin að mati Alan Shearer – Nokkur lið sem verða fyrir vonbrigðum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eiginkona nýjustu stjörnu United ratar á forsíður blaðanna – 23 ára og hefur vakið athygli síðustu ár

Eiginkona nýjustu stjörnu United ratar á forsíður blaðanna – 23 ára og hefur vakið athygli síðustu ár
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sektað fyrir duldar auglýsingar á nikótínvörum á FM957

Sektað fyrir duldar auglýsingar á nikótínvörum á FM957