fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Frá texta yfir í söngtexta –Ásgeir Trausti, Emilíana Torrini, Kolfinna Nikulásdóttir og Sjón

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

From words to lyrics – Frá texta yfir í söngtexta Bókmenntaborgin og Tónlistaborgin Reykjavík taka höndum saman á Iceland Airwaves Lounge and Conference 2018 sem skipulögð er af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.

Viðburðurinn fer fram á föstudag, kl. 12 – 12:45 á Center Hotel Plaza, Aðalstræti 6. Um er að ræða opinn viðburð og frítt inn meðan húsrúm leyfir.

Rætt verður um söngtexta, hvað einkennir góða tónlistartexta og hvernig þeir verða til. Tónlistarmenn vinna á mismunandi hátt með orðlistina og ein af spurningunum sem rædd verður er hvort aðrar reglur gildi um texta sem ætluð eru til söngs en önnur. Bókmenntaborgin og Tónlistarborgin Reykjavík taka höndum saman og fá þau Ásgeir Trausta, Emilíönu Torrini, Kolfinnu Nikulásdóttur og Sjón til að ræða þetta heillandi efni. Elísabet Indra stýrir umræðunum sem verða á ensku. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Dagskráin er hluti af Iceland Airwaves hátíðinni en ekki þarf passa fyrir þennan viðburð.

Sjón er rithöfundur og ljóðskáld en meðfram því starfi hefur hann samið fjölda texta fyrir Björk sem og óperutexta og söngtexta fyrir fleiri tónlistarmenn. Emilíana Torrini og Ásgeir Trausti eru bæði heimsþekktir tónlistamenn, Emilíana semur sína texta sjálf en Ásgeir Trausti vinnur með föður sínum og fleirum að sínum textum og einnig hefur hann unnið með bandaríska tónlistarmanninum John Grant að þýðingum. Kolfinna Nikulásdóttir er handritshöfundur og rappari og er hún best þekkt sem hluti af rapphópnum Reykjavíkurdætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“