fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Samson Samsonarson, lausgirti jómfrúarkrenkjarinn frá Húnavatnssýslu

Orðabanki Birtu: Jómfrúarkrenkjari

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 3. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögnin að krenkja er ekki mikið notuð í dag. Satt að segja kemur þetta orð aðeins tvisvar sinnum fyrir á prenti á árabilinu 2010 til dagsins í dag en nokkuð oftar á milli 1960–1969, eða alls 25 sinnum.

Krenkja e-n. krenkja mey, spjalla mey, spilla siðferðilega. „Hann lét sig ekki krenkja með fégjöfum.“

Að krenkja þýðir að móðga eða skerða með einhverjum hætti og er sprottið af sænska orðinu „kränka“. Að vera krankur er öllu algengara sem lýsingarorð en krankur maður er gamall og veikburða. Sá sem er krenkjari eða krenkjar aðra manneskju er hins vegar vandræðagemlingur, sér í lag ef viðkomandi er svokallaður jómfrúarkrenkjari. Það eru ægilegir menn.

Slapp með fimmtán svipuhögg

Samson Samsonarson (1782–1846) hét maður, Húnvetningur að ætt. Hann komst snemma í kast við lögin og sumarið 1809 sat hann í fangelsinu í Reykjavík. Jörundur hundadagakonungur leysti hann úr prísundinni og gerði hann að lífverði sínum og eftir byltinguna sigldi Samson með húsbónda sínum til Englands og var því stundum nefndur Jörgins Samson.

Samson var ljós yfirlitum og bláeygur og sagður kvennamaður mikill. Árið 1821 voru ný kærumál á hendur honum tekin fyrir í landsyfirréttinum í Reykjavík. Var honum gefið að sök að vera lausgyrtur svo um munaði og var ákærður fyrir fimm lauslætisbrot og eitt að auki, sem endaði með hjónabandi, og einnig þrjú hórdómsbrot.

Bjarni Thorarensen var þá dómari í landsyfirréttinum. Hann velti því fyrir sér hvort Samson væri það sem kallað var jómfrúarkrenkjari (meyjarspillir) samkvæmt laganna bókstaf en við slíku lá dauðarefsing. Bjarni komst að þeirri niðurstöðu að það lagaákvæði ætti einungis við um heldri konur. En þar eð Samson Húnvetningur hafði ekki lagst með neinum hefðarpíum komst hann undan öxi réttvísinnar og var þess í stað flengdur fimmtán svipuhöggum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur