fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Hildur Rúna er látin

Auður Ösp
Föstudaginn 2. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Rúna Hauksdóttir hómópati og náttúruverndarsinni er látin, 72 ára að aldri. Hildur Rúna barðist ötullega fyrir ósnortinni náttúru á Íslandi og var einnig þekkt fyrir að vera móðir Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu.

Hildur Rúna fæddist í Reykjavík 7. október 1946. Hún var eina barn foreldra sinna, Guðrúnar Ásmundsdóttur og Guðjóns Tómassonar, en hún ólst upp hjá fósturföður sínum Hauki Guðjónssyni, gullsmið og múrara, sem síðar ættleiddi hana. Þetta kom fram í viðtali sem Hildur veitti Vikunni árið 1998.  Sagðist Hildur alltaf hafa verið uppreisnargjörn og „svolítill forsprakki“ í sér og kom það í ljós strax í gagnfræðaskóla þegar hún blés til mótmæla og krafðist þess að stúlkur fengju að læra smíði í skólanum líkt og strákar. Í kjölfarið var bekkur hennar fyrsti „stelpubekkurinn“ sem fékk að læra smíði við Gagnfræðiskólann við Lindargötu.

Hildur Rúna gekk í hjónaband með Guðmundi Gunnarsyni árið 1964 og eignuðust þau dóttur sína, Björk, ári síðar. Þau skildu árið 1968 þegar Hildur var 22 ára gömul. Síðar gekk Hildur í hjónaband með Sævari Árnasyni og eignuðust þau son, Arnar, árið 1970. Barnabörn Hildar eru tvö, þau Sindri Eldon Þórsson og Ísadóra Bjarkadóttir Barney.

Með ömmustráknum Sindra. Ljósmynd/Tímarit.is

Hildur brann fyrir andlegum málefnum og var mikil áhugamanneskja um náttúrulækningar. Hún lærði smáskammtalækningar í London og á Íslandi og starfaði við óhefðbundnar lækningar.

Ljósmynd/Youtube.

Sem fyrr segir var Hildur mikill náttúruverndarsinni og vakti það töluverða athygli þegar hún fór í hungurverkfall árið 2002 til að mótmælta virkjunaráformum á hálendi Íslands.

„Ég hef alltaf dáðst að landinu og lít svo á að við búum yfir forréttindum að eiga hreina og ósnortna náttúru. Að skemma hana fyrir okkur finnst mér hvílík spjöll að ég get ekki setið og horft á það án þess að leggja mitt af mörkum til að varna því,“ sagði hún meðal annars í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma.

Útför Hildar fer fram frá Fossvogskirkju þann 6. nóvember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina