fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Brynja Nordquist hætt í háloftunum – „Ég vildi bara hætta með reisn á meðan ég gat það“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 2. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynja Nordquist flugfreyja og fyrirsæta flaug nýlega sitt síðasta flug, en Brynja sem er 65 ára, hefur verið í loftinu í 36 ár.

Í viðtali í Fréttablaðinu í dag segir Brynja að það hafi verið tímabært að hætta. „Ég er fullfrísk en búin að fá nóg af hótellífi, ferðatöskum og labbi yfir risastóra flugvelli oft í viku í 36 ár. Ég er búin að fara í hnjáskiptaaðgerð á báðum hnjám en ég finn ekki fyrir neinu. Ég vildi bara hætta með reisn á meðan ég gat það.“

Brynja lærði ballett í Listdanskóla Þjóðleikhússins, stundaði dans í London í tvö ár og segir drauminn hafa verið að starfa sem balletdansari, hún kenndi dans í Dansskóla Hermanns Ragnarssonar og var í vinnu hjá tískublaðinu Lífi þegar hún sótti um hjá Loftleiðum.

Flugfreyjustarfið enginn glamúr

„Margir telja flugfreyjustarfið umvafið glamúr en sá orðrómur fylgdi sennilega gömlu dögunum þegar Íslendingar fóru sjaldnar til útlanda,“ segir Brynja í viðtalinu. „Það er enginn glamúr að vera flugfreyja í dag. Maður skríður á gólfum til að þrífa upp ælu og er allt í senn; öryggisvörður, þjónustukona og sjúkraliði. Það er líka hörkuvinna að standa upp á endann og labba fram og aftur tímunum saman í þessu röri sem flugvél er. En að hitta 180 til 240 farþega krefst þess að hafa einbeitinguna í lagi, ríka þjónustulund, jákvætt viðmót og að sjálfsögðu að vera snyrtilegur. Allt snýst það um virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.“

Nýgift á leið í óvissuferð

Sambýlismaður Brynju til 24 ára er Þórhallur Gunnarsson, leikari, sjónvarpsmaður og framleiðandi hjá Saga Film, en þau giftu sig fyrr á þessu ári. Hjónakornin eru á leið í síðbúna brúðkaupsferð til Spánar. Ferðin verður sannkölluð óvissuferð því eina sem þau vita er brottfarardagurinn og við lendingu á Spáni þá fá þau nánari upplýsingar, nýjar upplýsingar fást svo á tveggja til þriggja daga fresti.

„Við fórum á ferðaskrifstofuna Úrval Útsýn og báðum þau að útbúa fyrir okkur tveggja vikna óvissuferð. Okkur langar að allt komi okkur á óvart í ferðinni, nýir bæir eða þorp, fólkið, mannlífið og veitingastaðir. Við viljum uppgötva þá sjálf í stað þess að „gúgla“ þá eða lesa ferðabæklinga.“

Þau Brynja og Þórhallur verða á Instagram undir hennar nafni og á heimasíðunni twoofus.me.

Brynja segist lifa þokkalega heilbrigðu lífi, en hún hætti að drekka fyrir fjórum árum síðan.

„Fegurðin kemur innan frá og jákvæðni gerir fólk fallegt. Sumir eru óhamingjusamir og bera þess merki. Ég er þakklát góðum genum foreldra minna sem bæði voru gott fólk og myndarlegt með fallega húð. Útlitið hefur samt svo lítið að segja. Það er hugur og hjarta sem skiptir máli og innrætið sem skín í gegn,“ segir Brynja, sem segist jafnframt reyna að  temja sér allt það góða frá móður sinni til að njóta lífsins sem best.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir