Þessi smáréttur er einstaklega einfaldur og tilvalið að bjóða uppá hann í næsta saumaklúbbi eða veislu. Þessir litlu bitar eiga eftir að klárast á svipstundu.
Hráefni:
225 g smjördeig
olíusprey
hveiti
225 g Brie-ostur
½ bolli trönuberjasulta (eða önnur sulta)
¼ bolli pekanhnetur, saxaðar
6 greinar af fersku rósmaríni, saxaðar
Hráefni:
Hitið ofninn í 190°C og spreyið olíuspreyinu í múffuform. Dustið hveiti á borðflöt og fletjið smjördeigið út. Skerið í 24 bita. Setjið hvern bita í múffuform. Skerið Brie-ost í 24 bita og setjið einn bita ofan á hvern smjördeigsbita. Toppið með sultu, pekanhnetum og smá rósmaríni. Bakið í um 15 mínútur.