fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Hermann miður sín: „Þetta hryggir mig svo að ég get í raun ekki lýst því hversu hræðilegt mér finnst þetta“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. október 2018 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Nökkvi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema, segist miður sín yfir drögum að frumvarpi sem myndi heimila fóstureyðingar fram á 22. viku. Þetta segir hann í pistli sem hann sendir DV.

Hermann Nökkvi segir að þetta sé morð í boði ríkisins. „Þetta er ótrúlega öfgafullt frumvarp. Barn sem er á 22. viku i meðgöngu er manneskja sem á skilið að fá að lifa eins og allir aðrir. Hér er smá útskýring á því hvernig barnið er á milli 21-22 viku meðgöngu. Vika 21. – 22. vika: Lungnapípur þroskast og vísir að heilabylgjum koma fram sem sýna einkenni svefns og vöku. Barnið heyrir hljóð að utan en augu þess eru ennþá lokuð. Barnið hreyfir sig mikið og getur farið í kollhnís. Skilningarvit barnsins vakna til lífsins. Ef barnið fæðist á þessu stigi, hefur það lífsmöguleika, þó litla. Í 22. Viku bregst barnið við áreiti úr umhverfinu, t.d. rödd fólks og strokum á maga. Húð barnsins fer að þykkjast talsvert. Augnabrúnir og augnhár hafa byrjað að vaxa,“ segir Hermann.

Hann heldur því fram að fóstureyðing á þessu stigi sé „fyrstu gráðu morð“, sem er að vísu ekki til í íslenskum lögum. „Barnið er kannski minna en það þýðir þó ekki að það sé verðlaust. Með nútíma læknavísindum hafa læknar náð að bjarga börnum sem hafa fæðst á þessum tíma meðgöngu. Ef að barnið myndi fæðast fyrirfram á 22.viku þá myndum við gefa því öll þau mannréttindi sem að við höfum, og ef að það væri myrt þá þá væri það fyrstu gráðu morð en ef að það er gert inní maganum á móðurinni þá er það „sjálfsákvörðunarréttur móðurinnar“,“ segir Hermann Nökkvi.

Hann segir að ekkert sé mikilvægara en þetta. „Þetta hryggir mig svo að ég get í raun ekki lýst því hversu hræðilegt mér finnst þetta. Það er okkar skylda sem samfélag að vernda þá sem geta ekki varið sig og í þessu tilfelli eru það þessi saklausu börn sem hafa ekki gert neinum neitt til saka. Við verðum að láta í okkur heyra því að þetta er rangt! Það er rangt að kvarta undan nokkru öðru vandamáli ef að við búum í samfélagi sem að réttlætir dráp á börnunum sínum. Ekkert annað er mikilvægara,“ segir Hermann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Banaslys er maður féll í Tungufljót

Banaslys er maður féll í Tungufljót
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Velja vanmetnustu ferðamannastaði Evrópu árið 2025 – Íslenskur bær er ofarlega á lista

Velja vanmetnustu ferðamannastaði Evrópu árið 2025 – Íslenskur bær er ofarlega á lista
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vigdísi bolað burt úr Bændasamtökunum eftir bullandi baktjaldamakk – „Það var kurr í starfsfólki skrifstofunnar“

Vigdísi bolað burt úr Bændasamtökunum eftir bullandi baktjaldamakk – „Það var kurr í starfsfólki skrifstofunnar“