Það er orðið svakalega kalt og veturinn greinilega kominn. Því er tilvalið að búa til góða súpu, eins og þessa brokkolísúpu.
Hráefni:
3 msk. smjör
1 lítill laukur, skorinn í bita
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 msk. hveiti
4 bollar grænmetissoð
2 bollar rjómi
2 litlir brokkolíhausar, skornir í litla bita
1½ bolli rifinn cheddar ostur
salt og pipar
múskat á hnífsoddi
grískt jógúrt eða sýrður rjómi til skreytingar
Aðferð:
Bræðið smjörið í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk saman við og steikið þar til hann er mjúkur, í sirka fimm mínútur. Bætið við hvítlauk og steikið í eina mínútu til viðbótar. Bætið við hveiti og eldið í um þrjár mínútur. Bætið soði og rjóma saman við og náið upp suðu. Lækkið hitann og bætið brokkolí saman við. Sjóðið í fjórar mínútur og takið síðan nokkra bita af brokkolí og setjið til hliðar, til að skreyta með þegar að súpan er tilbúin. Lækkið hitann aðeins meira, setjið lok á pottinn og leyfið að malla í korter. Maukið síðan súpuna með töfrasprota eða í blandara. Hellið súpunni í stóra skál og blandið cheddar osti saman við og kryddið með salti, pipar og múskati. Hellið súpunni í litlar skálar og skreytið með grískri jógúrt eða sýrðum rjóma, svörtum pipar og brokkolíinu sem var geymt til hliðar.