fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Biggi lögga – „Ræður kona alltaf yfir lífinu sem vex innan með henni?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. október 2018 08:00

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, skrifar í nýjustu færslu sinni á Facebook um frumvarp til þungunarrofs, en frumvarpið er mikið í umræðunni núna og sýnist sitt hverjum um hvort frumvarpið eigi að verða að lögum eða ekki.

Eðlilegt og heilbrigt að ræða frumvarpið

Biggi segist skilja að frumvarpið sé hitamál, en telur nauðsynlegt fyrir samfélagið að ræða það, á eðlilegan og heilbrigðan hátt. Hann er hins vegar á þeirri skoðun að það sé ekki að takast.
Eitt mesta hitamálið í umræðunni síðustu daga hefur verið umræðan um frumvarpið sem leggur til leyfi til fóstureyðingar að viku 23. Það er skiljanlegt að þetta sé hitamál og ég held að það sé þess eðlis að við verðum að ræða það. Þetta er siðferðileg, félagsleg, heimspekileg og líffræðileg spurning sem við munum aldrei öll sammælast um en þurfum engu að síður að ræða. Það er eðlilegt og heilbrigt fyrir samfélagið að gera slíkt. Það er ef við getum rætt það á eðlilegan og heilbrigðan hátt. Mér finnst það því miður ekki vera að takast nógu vel.

Biggi játar fúslega að hann sjálfur er á móti tillögu, en bendir jafnframt á að það eru ekki kjánar sem leggja það til, heldur læknar og ljósmæður. „Að heyra fólk kalla þessa einstaklinga morðingja, glæpalýð eða eitthvað slíkt er að sjálfsögðu algjörlega fáránlegt. Þetta eru klárir einstaklingar sem færa rök fyrir sínu máli í þessu erfiða og heita máli og við verðum að geta hlustað og fært rök á móti ef við erum ósammála,“ segir Biggi og bætir við að kannski sé hann að ætlast til mikils miðað við hvernig umræður skapast á samfélagsmiðlum.

Við verðum líka að átta okkur á því að þetta er mál þar sem það er mjög ólíklegt að fólk skipti um skoðun við rökræður. Við höfum okkar skoðun, sem er yfirleitt mjög sterk og hlaðin tilfinningum, og við munum halda okkur við hana sama hvað.

Sjálfsákvörðunarréttur konu yfir eigin líkama stærstu rökin

„Ein stærstu rökin í þessu máli er sjálfsákvörðunarréttur konunnar yfir eigin líkama. Konan á alltaf að ráða yfir eigin líkama, fóstrið er partur af þeim líkama, og enginn á að geta tekið yfir þennan rétt. Sterk rök,“ segir Biggi.

Ég fór þá samt að pæla í því að það kemur samt stundum fyrir að barnshafandi konur eru sviptar sjálfræði vegna þess að þær stefna lífi barnsins í hættu, t.d. með neyslu fíkniefna eða áfengis. Með sömu rökum mættum við spyrja okkur hver sé réttur samfélagsins að gera slíkt? Ef það er alltaf réttur konunnar að enda þungunina fram að viku 23 þá ætti væntanlega líka alltaf að vera réttur hennar að lifa því lífi sem hún kýs, óháð áhrifum á fóstrið.

Óteljandi spurningar sem koma upp

Biggi nefnir að hægt er að ræða málefnið endalaust og spurningar séu óteljandi: „Hvenær verður fóstur barn? Ræður kona alltaf yfir lífinu sem vex innan með henni og ef ekki, hvenær þá? Hefur faðirinn eitthvað að segja? Eiga fatlaðir minni rétt til lífs en ófatlaðir? Hvað er fötlun og hvað er næg fötlun?“

Umræðan er mikilvæg að sögn Bigga, en á sama tíma verðum við að sýna virðingu og tillitssemi. Sjálfur vonar hann að frumvarpið verði fellt.

Ekki vegna þess að ég sé á móti rétti konunnar til að ráða yfir eigin líkama, heldur einfaldlega vegna þess að mér finnst fóstur allt of langt komið í þroska á þessu stigi meðgöngu. Mér finnst siðferðilega rangt af samfélaginu okkar að gefa þetta opna leyfi, jafnvel þó það yrði aldrei nokkurntímann notað. Það er mín skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín

Grátbiðja bæjarstjórn Reykjanesbæjar um að endurskoða áform sín
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“
Fréttir
Í gær

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum