fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Svona býrðu til karamellupopp fyrir svanga krakka í leit að gotti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 17:00

Algjör unaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er Hrekkjavakan haldin hátíðleg á morgun. Í mörgum hverfum er það þannig að krakkar klæða sig upp í búninga og sníkja gott hjá nágrönnum sínum. Ef ekkert gott er til eru líkur á að krakkarnir hrekki viðkomandi nágranna. Til að forða sér frá því er tilvalið að vera með eitthvað góðgæti tilbúið fyrir krakkana – til dæmis þetta einfalda karamellupopp.

Karamellupopp

Hráefni:

6 bollar poppað popp
115 g smjör
1 bolli ljós púðursykur
¼ bolli ljóst síróp
¼ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 120°C og klæðið ofnplötu með álpappír. Hellið poppinu í stóra skál og setjið til hliðar. Bræðið smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið púðursykri og sírópi saman við og náið upp suðu á meðan þið hrærið stanslaust í blöndunni svo hún brenni ekki við. Lækkið hitann og látið malla í 5 mínútur. Blandið matarsóda, salti og vanilludropum saman við. Takið af hellunni og hellið karamellusósunni yfir poppið. Hrærið saman þar til allt er vel blandað saman. Dreifið úr blöndunni á ofnplötunni og stráið sjávarsalti yfir. Bakið í 1 klukkustund og hrærið í poppinu á korters fresti. Takið plötuna úr ofninum og leyfið poppinu að kólna áður en það er brotið í litla bita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum