fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Laufey eldar fyrir matarboð: Lax, sætar kartöflur og salat

Vynir.is
Þriðjudaginn 30. október 2018 15:00

Tilvalið í kvöldmat.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinasta fimmtudag fengum við fólk í mat og þá langaði mig að matreiða eitthvað sérstakt og gott en alls ekki of flókið. Ég ákvað að hafa lax og sætar kartöflur en vildi gera það aðeins fínna. Þannig ég gerði ofnbakaðann lax með hnetusmjöri, sætar kartöflur með kanil og brokkolí-, beikon- og kotasælusalat. Úr því varð þessi virkilega girnilegi kvöldverður og ég bara verð að deila þessum uppskriftum með ykkur.

Lax, sætar kartöflur og salat

Laxinn – fyrir 8 manns – Hráefni:

1,5 kg af lax með roðinu
3 vænar matskeiðar af hnetusmjöri
2 hvítlauksgeirar
1 rauður chili
1 rauðlaukur
1 þumall engifer
½ dl olía
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Ég byrja á því að skera laxinn í bita (ég nota alltaf heil flök en að sjálfsögðu er hægt að kaupa lax sem er búið að skera). Næst set ég laxasteikurnar í eldfast mót. Ég set enga olíu eða sprey í botninn því þá er svo auðvelt að ná laxinum úr forminu en skilja roðið eftir fyrir þá sem ekki vilja borða það (mæli bara með því að leggja formið í bleyti í 20 mín áður en það er vaskað upp eða sett í uppþvottarvélina) svo krydda ég laxinn eftir smekk með salti og pipar. Næst set ég hnetusmjörið, hvítlaukinn, chiliið, laukinn, engiferið og olíuna í matvinnsluvél (eða góðann blandara) og mauka allt saman. Það fer stundum eftir þvi hvaða hnetusmjör er notað hvort maður þurfi alla olíuna eða ekki þannig ég mæli með því að setja helminginn til að byrja með og bæta svo við ef þess þarf (stundum þarf meira ef smjörið er rosalega þykkt). Þetta á að vera nóg of þunnt til þess að smyrja á laxinn en ekki svo þunnt að þetta renni af honum. Þegar það er tilbúið er því smurt á laxinn. Ég presónulega vil hafa frekar þykkt lag á mínum lax. Svo er laxinn settur inní ofn á 170°c (passa bara að ofninn sé orðinn heitur þegar hann er settur inn) og bakaður í 20-25 mín. Svo slekk ég á ofninum og leyfi laxinum að standa inní ofni í 5 mín og þá er hann tilbúinn (þetta getur verið rosalega misjafnt eftir ofnum og hversu þykkur laxinn er, ef þú ert ekki alveg viss þá bara skerðu aðeins í stærsta bitann og ef hann er orðinn ljós í miðjunni er hann tilbúinn).

Sætar kartöflur með kanil – fyrir 8 manns – Hráefni:

3-4 sætar kartöflur
2 msk. kanill
2 góðar klípur af grófu salti
olía

Aðferð:

Þessar kartöflur eru algört nammi og eins auðveldar og þær gerast. Ég byrja á því að skræla og skera kartöflurnar í tenginga og setja í stóra skál. Svo strái ég kanilnum og saltinu yfir og helli smá olíu með, blanda þessu saman og set á ofnplötu. Baka þær svo á 170°c í ca 40 mín svo þær séu vel mjúkar að innan en smá krispy að utan. Mér finnst best að stinga gaffli í þær til þess að athuga hvort þær séu tilbúnar. Bara að láta ykkur vita að lyktin er himnesk og hún mun koma vatninu í munninum á stað.

Æðislegt meðlæti.

Brokkolí-,beikon- og kotasælusalat – fyrir 8 manns – Hráefni:

2 brokkolíhausar
8-10 sneiðar af beikoni
1 lítil dolla af kotasælu
salt og pipar eftir smekk
olía

Aðferð:

Ég byrja á því að skera brokkolíið og steikja það á háum hita á pönnu með olíu, salti og pipar. Ég steiki það þannig að það verði krispy og smá brúnt að utan. Þegar það er tilbúið set ég það í skál. Næst sker ég beikon sneiðarnar í litla bita og steiki (það er líka hægt að nota beikonkurl) svo bæti ég því í skálina með brokkolíinu. Þegar það hefur fengið að kólna í smá stund bæti ég við kotasælunni, hræri öllu saman og voila, það er tilbúið.

Vona innilega að ykkur finnist þetta girnilegt og að þið prufið eitthvað af þessum uppskriftum. Ég allavega veit að manninum mínum væri alveg sama ef að þetta væri í matinn alla daga.

Instagram : lobbzter

Kveðja, Laufey.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum